Innlent

Rauð nef fyrir gott málefni

Fyrsti desember næstkomandi verður Dagur rauða nefsins. Rauð nef verða seld er nær dregur deginum og þriggja tíma söfnunarútsending verður síðan 1. desember á Stöð tvö þar sem landslið grínara mun kitla hláturtaugar landsmanna.

Markmið söfnunarinnar er að safna heimsforeldrum sem greiða mánaðarlegt framlag til hjálparstarfs Unicef að sögn Stefáns Inga Stefánssonar, framkvæmdastjóra Unicef á Íslandi.

„Hugmyndin að Degi rauða nefsins var að nota rautt nef til þess að hvetja fólk til að styðja málefni barna.“

Dagur rauða nefsins er eftir breskri fyrirmynd þar sem breskir grínarar troða upp og safna fyrir gott málefni annað hvert ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×