Innlent

Safna fé á eBay til kaupa á hval

Dýraverndunarsamtök reyna nú að kaupa hvalslíf af Íslendingum.
Dýraverndunarsamtök reyna nú að kaupa hvalslíf af Íslendingum.

Dýraverndunarsamtökin WSPA í Bretlandi nota nú eBay-uppboðsvefinn til að safna fé til að kaupa einni langreyði líf af þeim níu sem leyft hefur verið að veiða. Þetta kemur fram á vef samtakanna sem hafa komist að því að hvalslíf kostar tæpar þrettán milljónir króna sé miðað við verð á hvalaafurðum á heimsmarkaði.

Einnig kemur fram á heimasíðu samtakanna að ef ríkisstjórn Íslands vill ekki ganga til samninga verði fénu varið til baráttunnar gegn hvalveiðum, hvar sem hennar er þörf. Ekki ætla samtökin aðeins að bjarga einum hval heldur eins mörgum og söfnunarféð gefur tilefni til í framtíðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×