Innlent

Pólverji fær greitt að fullu

 Verkalýðsfélag Akraness telur að rúmlega 174 þúsund krónur vanti upp á að laun pólsks verkamanns nái þeim lágmarkslaunum eftir þriggja mánaða vinnu. Félagið hefur að undanförnu verið að aðstoða Pólverjann við að leita réttar síns hjá fyrirtækinu.

Pólverjinn leitaði ekki til félagsins fyrr en eftir að hann hætti störfum hjá fyrirtækinu af ótta við að missa vinnuna. Í frétt á vef félagsins kemur fram að vinnuveitandinn hafi fallist á að greiða Pólverjanum að fullu en hann hafi áður talið sig vera að gera vel við hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×