Breytt umhverfi kallaði á breytingar 2. nóvember 2006 06:00 Samkomulagið handsalað Kristján Þór Júlíusson, Árni M. Mathiesen, Jón Sigurðsson og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson eftir undirritun. MYND/Pjetur Skrifað hefur verið undir samning vegna sölu Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar á helmingshlut sínum í Landsvirkjun. Árni Mathiesen fjármálaráðherra, Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri Akureyrar, og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri skrifuðu undir samning þess efnis í gær. Samningurinn tekur gildi 1. janúar á næsta ári. Samtals nemur kaupverð ríkisins rúmum 30 milljörðum króna. Af þeim fær Reykjavíkurborg 27 milljarða og Akureyrarbær liðlega þrjá milljarða. Reykjavíkurborg hyggst nota 24 milljarða til að standa undir lífeyrisskuldbindingum fyrir starfsmenn Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar. Rúmlega þrír milljarðar króna verða greiddir út í reiðufé við gildistöku samningsins. Verðmæti fimm prósenta eignarhlutar Akureyrarbæjar nemur rúmlega þremur milljörðum króna en að sögn Kristjáns Þórs rennur söluandvirðið til Lífeyrissjóðs starfsmanna Akureyrarbæjar. Ríkið greiðir fyrir helmingshlutinn með skuldabréfi til 28 ára. Rúmlega þrír milljarðar króna verða greiddir beint út, við gildistöku samningsins, en afgangur, um 27 milljarðar króna, verða greiddir með skuldabréfum til 28 ára og renna greiðslurnar til lífeyrissjóða sveitarfélaganna. Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra telur breytingarnar vera til góðs. "Það er verið að einfalda eignarhaldið á Landsvirkjun. Það hafa orðið miklar breytingar á raforkumarkaðnum og það á sér stað mikil þróun í þeim málum hér á landi sem ekki sér fyrir endann á enn þá. Þetta er skynsamleg ráðstöfun hjá Reykjavíkurborg og Akureyrarbæ. Þetta hjálpar okkur hjá ríkinu að skipuleggja framtíðaráform fyrirtækisins og leiðir til þess að hagsmunaárekstrar verða ekki á milli fyrirtækja sem sveitarfélögin eiga í." Vilhjálmur sagði samkomulagið milli ríkisins, Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar vera mikil tímamót. "Breytt samkeppnisumhverfi á raforkumarkaði kallar á breytingar. Það er óeðlilegt að Reykjavíkurborg eigi 45 prósent í Landsvirkjun og 95 prósent í Orkuveitu Reykjavíkur. Við þær aðstæður situr borgin beggja vegna borðsins. Það skiptir líka miklu máli að peningarnir nýtist til þess að borga niður skuldir borgarinnar, lífeyrisskuldbindingar og aðrar skuldir," sagði Vilhjálmur en um 24 milljarðar af söluandvirðinu fara til greiðslu lífeyrisskuldbindinga, en lífeyrisskuldbindingar Reykjavíkurborgar nema um 34 milljörðum. Í samkomulagi ríkisins, Reykjavíkurborgar og Akureyrar er ákvæði um að ef Landsvirkjun verður seld innan fimm ára á hærra verði heldur en nú, þá hækkar söluverðið í sama hlutfalli. Vilhjálmur sagðist ekki vilja beita sér fyrir því að Orkuveita Reykjavíkur verði einkavædd. "Nei, það verður ekki unnið að framgangi þess meðan ég er borgarstjóri." Innlent Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Fleiri fréttir Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Sjá meira
Skrifað hefur verið undir samning vegna sölu Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar á helmingshlut sínum í Landsvirkjun. Árni Mathiesen fjármálaráðherra, Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri Akureyrar, og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri skrifuðu undir samning þess efnis í gær. Samningurinn tekur gildi 1. janúar á næsta ári. Samtals nemur kaupverð ríkisins rúmum 30 milljörðum króna. Af þeim fær Reykjavíkurborg 27 milljarða og Akureyrarbær liðlega þrjá milljarða. Reykjavíkurborg hyggst nota 24 milljarða til að standa undir lífeyrisskuldbindingum fyrir starfsmenn Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar. Rúmlega þrír milljarðar króna verða greiddir út í reiðufé við gildistöku samningsins. Verðmæti fimm prósenta eignarhlutar Akureyrarbæjar nemur rúmlega þremur milljörðum króna en að sögn Kristjáns Þórs rennur söluandvirðið til Lífeyrissjóðs starfsmanna Akureyrarbæjar. Ríkið greiðir fyrir helmingshlutinn með skuldabréfi til 28 ára. Rúmlega þrír milljarðar króna verða greiddir beint út, við gildistöku samningsins, en afgangur, um 27 milljarðar króna, verða greiddir með skuldabréfum til 28 ára og renna greiðslurnar til lífeyrissjóða sveitarfélaganna. Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra telur breytingarnar vera til góðs. "Það er verið að einfalda eignarhaldið á Landsvirkjun. Það hafa orðið miklar breytingar á raforkumarkaðnum og það á sér stað mikil þróun í þeim málum hér á landi sem ekki sér fyrir endann á enn þá. Þetta er skynsamleg ráðstöfun hjá Reykjavíkurborg og Akureyrarbæ. Þetta hjálpar okkur hjá ríkinu að skipuleggja framtíðaráform fyrirtækisins og leiðir til þess að hagsmunaárekstrar verða ekki á milli fyrirtækja sem sveitarfélögin eiga í." Vilhjálmur sagði samkomulagið milli ríkisins, Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar vera mikil tímamót. "Breytt samkeppnisumhverfi á raforkumarkaði kallar á breytingar. Það er óeðlilegt að Reykjavíkurborg eigi 45 prósent í Landsvirkjun og 95 prósent í Orkuveitu Reykjavíkur. Við þær aðstæður situr borgin beggja vegna borðsins. Það skiptir líka miklu máli að peningarnir nýtist til þess að borga niður skuldir borgarinnar, lífeyrisskuldbindingar og aðrar skuldir," sagði Vilhjálmur en um 24 milljarðar af söluandvirðinu fara til greiðslu lífeyrisskuldbindinga, en lífeyrisskuldbindingar Reykjavíkurborgar nema um 34 milljörðum. Í samkomulagi ríkisins, Reykjavíkurborgar og Akureyrar er ákvæði um að ef Landsvirkjun verður seld innan fimm ára á hærra verði heldur en nú, þá hækkar söluverðið í sama hlutfalli. Vilhjálmur sagðist ekki vilja beita sér fyrir því að Orkuveita Reykjavíkur verði einkavædd. "Nei, það verður ekki unnið að framgangi þess meðan ég er borgarstjóri."
Innlent Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Fleiri fréttir Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Sjá meira