Innlent

Fimmtíu starfsmönnum sagt upp

Upplýsingafulltrúi ÍE segir hægræðingu vera helstu ástæðu fjöldauppsagnanna.
Upplýsingafulltrúi ÍE segir hægræðingu vera helstu ástæðu fjöldauppsagnanna.

28 starfsmönnum ÍE á Íslandi, og 20 starfsmönnum í Bandaríkjunum, var sagt upp störfum í fyrradag. Búið var að ákveða uppsagnirnar fyrir nokkru að sögn Eiríks Sigurðssonar, upplýsingafulltrúa ÍE: ,,Uppsagnirnar eru liður í hagræðingu í rekstri fyrirtækisins. Við höfum lokið við ýmis verkefni og erum að endurskipuleggja önnur verkefni hjá okkur. Meðal annars vorum við að taka upp nýja tækni, sem með aukinni sjálfvirkni, eykur afköst í erfðarannsóknum,“ segir Eiríkur.

Einn fyrrverandi starfsmanna ÍE, sem missti vinnuna í fyrradag, segir að sér hafi verið sagt upp vegna þess að ódýrara sé fyrir fyrirtækið að ráða nýjan starfsmann sem vinnur sömu vinnu og hann.

Annar starfsmaður ÍE sem missti vinnuna segist skilja af hverju sér var sagt upp. „Aðalástæða uppsagnanna er samdráttur og breytingar. Mitt starf var búið hjá fyrirtækinu. Ég var í ákveðnum verkefnum og þeim var lokið. Fyrirtækið er í samkeppni á markaði og þegar áherslur breytast í starfseminni þarf að breyta til í deildum fyrirtækisins,“ segir starfsmaðurinn fyrrverandi.

Samkvæmt Eiríki Sigurðssyni er fyrirtækið að skoða frekari leiðir til hagræðingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×