Innlent

Vilja bjarga Henglinum

Hellisheiðarvirkjun. Stórkostleg fjölbreytni er á Hengilssvæðinu segja fjallamenn.
Hellisheiðarvirkjun. Stórkostleg fjölbreytni er á Hengilssvæðinu segja fjallamenn.

Borgarfulltrúarnir Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir eru á meðal þeirra sem ætla að þiggja gönguferð með Íslenskum fjallaleiðsögumönnum um Hengilssvæðið.

Fjallaleiðsögumenn hafa áhyggjur af framtíð Hengilssvæðisins vegna framkvæmda við virkjanir þar. "Við hjá Íslenskum fjallaleiðsögumönnum viljum leggja okkar af mörkum í umræðuna með því að bjóða þeim kjörnu fulltrúum sem málið varðar, alþingismönnum og borgarfulltrúum ásamt fulltrúum Orkuveitu Reykjavíkur í kynnisferðir um svæðið," segir í tilkynningu frá fjallaleiðsögumönnum.

"Íbúar stærsta þéttbýlis landsins mega ekki horfa framhjá þessu gullfallega svæði rétt við bæjardyrnar og stjórnmálamenn verða að axla ábyrgð á verndun þess," segja leiðsögumennirnir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×