Windows Vista krefst öflugri tölva 1. nóvember 2006 13:40 Mark Minasi. Windows Vista frá Microsoft á hug og hjarta Marks Minasi sem hefur komið hingað til lands fimm sinnum til þess að fjalla um hina ýmsu kima tölvumála. Markaðurinn/Valli Bandaríski metsöluhöfundurinn og fyrirlesarinn Mark Minasi kom hingað til lands í fimmta sinn á vegum Microsoft á Íslandi og EJS í síðustu viku. Tilgangur heimsóknar hans í þetta sinn var að kynna tæknimönnum flesta möguleika Windows Vista, nýjasta stýrikerfisins frá Microsoft, sem kemur út í mánuðinum. Áherslan var á öryggið í netheimum, sem Minasi segir að Microsoft geri allt til að tryggja. Minasi er ör. Talar hratt þegar hann gengur inn á Hótel Holt, tekur tvær töskur af öxlum sér og leggur á gólfið án þess að gera hlé á máli sínu. Hann sest í leðurstól án þess að stoppa og heilsar. Windows Vista á hug hans og hjarta. Hann hefur nýlokið við tvær bækur um stýrikerfið sem koma út fyrir árslok. Prófarkalas aðra þeirra í flugvélinni hingað til lands. Hún kemur út í desember. Hann horfir á ljósmyndarann og spyr hvernig vél hann sé með. Sjálfur segist hann eiga stafræna vél, frá Canon, og hann hlakki til að raða myndasafninu upp í nýja stýrikerfinu. „Það er frábært," segir Minasi að því er virðist án þess að anda og bendir á að myndaflokkunarkerfið í Windows Vista sé stórgott. Hann hefur beðið lengi og hlakkar augljóslega eftir því að sjá viðbrögðin við Windows Vista sem hann segir að standi Windows XP langtum framar. barnlaus nörðurMark Minasi hefur skrifað 24 bækur á síðastliðnum 17 árum og yfir 300 greinar um tölvumál í bandarískum tímaritum. Margar hverjar fjalla bækurnar um hin ýmsu stýrikerfi, allt frá OS/2 1.1 til þess nýjasta frá Microsoft, Windows Vista. Hann viðurkennir fúslega að hann elski tækni, sé nörður sem vilji upplýsa aðra um það sem hann viti. Minasi hefur ferðast til fjölda landa, sumra nokkrum sinnum, til að kynna stjórnendum bækur sínar og tölvumál. Því liggur beinast við að spyrja: Hvernig kemur hann þessu í verk? Við því á Minasi einfalt svar: „Ég er barnlaus," segir hann og hlær. meira afl er nauðsynlegtMargir hafa beðið í ofvæni eftir Windows Vista. Sumir uggandi en aðrir glaðir. Minasi segir kosti og galla á nýja stýrikerfinu. „Vista er stór hugbúnaður og mun ganga hægt á flestum tölvum. Keyptu nýja tölvu og málið er leyst. Þetta er auðvitað ekki alslæm hugmynd en fólk er tregt til að kaupa sér nýjar tölvur bara sisvona," segir hann en bætir við að kerfið muni ganga á nýlegum borðtölvum. Kannski ekki öllum fartölvum en nokkrum þó, að hans sögn. Hann hlær og segir betra að kaupa kröftugri tölvur en Microsoft segir að dugi. „Viðmiðið þeirra er of lágt," segir hann og bendir á að öflugri örgjörvi sé nauðsynlegur og að vinnsluminnið þurfi að vera mikið. Öruggasta stýrikerfiðGóðu fréttirnar eru þær að þetta nýja stýrikerfi Microsoft er það öruggasta fram til þessa. „Njósnaforritin breyttu heiminum," segir Minasi. „Þegar Windows NT kom á markað undir lok síðustu aldar var netheimurinn frekar saklaus. Núna er hann grimmur og vondur," segir hann og leggur áherslu á að öryggi tölva í netumhverfi sé mikilvægt. Microsoft hafi það í fyrirrúmi með Windows Vista enda sé þar bæði lögð áhersla á öryggi í netviðskiptum sem og öryggi í vörslu upplýsinga. „Þegar Blaster-ormurinn kom fram á sjónarsviðið sagði Microsoft að mál væri að linni. Ég óskaði þess reyndar að fyrirtækið tæki harðar á öryggismálum en þetta stýrikerfi er stærra skref en Microsoft hefur nokkru sinni stigið í öryggismálum," segir Minasi og bendir á margar nýjungar í nýjasta vafranum, Internet Explorer 7 (IE7), sem ýti frá ruslpósti og óværum auk margra annarra nytsamlegra hluta. „Segjum sem svo að ég ætli að kaupa bók á netversluninni Amazon.com. Ég gef upp númerið á kreditkortinu mínu. Þeir hjá Amazon.com verða svo að vona að engin brögð séu í tafli og að óprúttinn aðili sé ekki að versla í mínu nafni. Í IE7 fara upplýsingarnar fyrst til bankans þar sem ég þarf að gera grein fyrir kortinu og eftir það ganga viðskiptin í gegn," segir Minasi. Þetta komi bæði viðskiptavinum og öllum netverslunum til góða, að hans sögn. Erlent Fréttir Héðan og þaðan Viðskipti Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Bandaríski metsöluhöfundurinn og fyrirlesarinn Mark Minasi kom hingað til lands í fimmta sinn á vegum Microsoft á Íslandi og EJS í síðustu viku. Tilgangur heimsóknar hans í þetta sinn var að kynna tæknimönnum flesta möguleika Windows Vista, nýjasta stýrikerfisins frá Microsoft, sem kemur út í mánuðinum. Áherslan var á öryggið í netheimum, sem Minasi segir að Microsoft geri allt til að tryggja. Minasi er ör. Talar hratt þegar hann gengur inn á Hótel Holt, tekur tvær töskur af öxlum sér og leggur á gólfið án þess að gera hlé á máli sínu. Hann sest í leðurstól án þess að stoppa og heilsar. Windows Vista á hug hans og hjarta. Hann hefur nýlokið við tvær bækur um stýrikerfið sem koma út fyrir árslok. Prófarkalas aðra þeirra í flugvélinni hingað til lands. Hún kemur út í desember. Hann horfir á ljósmyndarann og spyr hvernig vél hann sé með. Sjálfur segist hann eiga stafræna vél, frá Canon, og hann hlakki til að raða myndasafninu upp í nýja stýrikerfinu. „Það er frábært," segir Minasi að því er virðist án þess að anda og bendir á að myndaflokkunarkerfið í Windows Vista sé stórgott. Hann hefur beðið lengi og hlakkar augljóslega eftir því að sjá viðbrögðin við Windows Vista sem hann segir að standi Windows XP langtum framar. barnlaus nörðurMark Minasi hefur skrifað 24 bækur á síðastliðnum 17 árum og yfir 300 greinar um tölvumál í bandarískum tímaritum. Margar hverjar fjalla bækurnar um hin ýmsu stýrikerfi, allt frá OS/2 1.1 til þess nýjasta frá Microsoft, Windows Vista. Hann viðurkennir fúslega að hann elski tækni, sé nörður sem vilji upplýsa aðra um það sem hann viti. Minasi hefur ferðast til fjölda landa, sumra nokkrum sinnum, til að kynna stjórnendum bækur sínar og tölvumál. Því liggur beinast við að spyrja: Hvernig kemur hann þessu í verk? Við því á Minasi einfalt svar: „Ég er barnlaus," segir hann og hlær. meira afl er nauðsynlegtMargir hafa beðið í ofvæni eftir Windows Vista. Sumir uggandi en aðrir glaðir. Minasi segir kosti og galla á nýja stýrikerfinu. „Vista er stór hugbúnaður og mun ganga hægt á flestum tölvum. Keyptu nýja tölvu og málið er leyst. Þetta er auðvitað ekki alslæm hugmynd en fólk er tregt til að kaupa sér nýjar tölvur bara sisvona," segir hann en bætir við að kerfið muni ganga á nýlegum borðtölvum. Kannski ekki öllum fartölvum en nokkrum þó, að hans sögn. Hann hlær og segir betra að kaupa kröftugri tölvur en Microsoft segir að dugi. „Viðmiðið þeirra er of lágt," segir hann og bendir á að öflugri örgjörvi sé nauðsynlegur og að vinnsluminnið þurfi að vera mikið. Öruggasta stýrikerfiðGóðu fréttirnar eru þær að þetta nýja stýrikerfi Microsoft er það öruggasta fram til þessa. „Njósnaforritin breyttu heiminum," segir Minasi. „Þegar Windows NT kom á markað undir lok síðustu aldar var netheimurinn frekar saklaus. Núna er hann grimmur og vondur," segir hann og leggur áherslu á að öryggi tölva í netumhverfi sé mikilvægt. Microsoft hafi það í fyrirrúmi með Windows Vista enda sé þar bæði lögð áhersla á öryggi í netviðskiptum sem og öryggi í vörslu upplýsinga. „Þegar Blaster-ormurinn kom fram á sjónarsviðið sagði Microsoft að mál væri að linni. Ég óskaði þess reyndar að fyrirtækið tæki harðar á öryggismálum en þetta stýrikerfi er stærra skref en Microsoft hefur nokkru sinni stigið í öryggismálum," segir Minasi og bendir á margar nýjungar í nýjasta vafranum, Internet Explorer 7 (IE7), sem ýti frá ruslpósti og óværum auk margra annarra nytsamlegra hluta. „Segjum sem svo að ég ætli að kaupa bók á netversluninni Amazon.com. Ég gef upp númerið á kreditkortinu mínu. Þeir hjá Amazon.com verða svo að vona að engin brögð séu í tafli og að óprúttinn aðili sé ekki að versla í mínu nafni. Í IE7 fara upplýsingarnar fyrst til bankans þar sem ég þarf að gera grein fyrir kortinu og eftir það ganga viðskiptin í gegn," segir Minasi. Þetta komi bæði viðskiptavinum og öllum netverslunum til góða, að hans sögn.
Erlent Fréttir Héðan og þaðan Viðskipti Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira