Samstarf við Dani um björgunarmál 31. október 2006 07:15 Geir H. Haarde á leiðtogafundinum í gær Ræddi meðal annars breytta stöðu varnarmála Íslands við Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur. MYND/Norden.org/Jansson Geir H. Haarde forsætisráðherra segir Dani „fúsa til samstarfs um mjög margt, svo sem á sviði björgunarmála“. Þetta segir hann danskan kollega sinn, Anders Fogh Rasmussen, hafa tjáð sér á tvíhliða fundi þeirra í Kaupmannahöfn í gær, þar sem þeir ræddu stöðuna í varnarmálum Íslands eftir að gengið var frá nýjum samningum um þau mál við Bandaríkjamenn. Auk tvíhliða fundarins við Fogh sat Geir sameiginlegan leiðtogafund Norðurlandanna fimm og Eystrasaltslandanna þriggja. Hefð er komin á að halda slíka fundi í tengslum við Norðurlandaráðsþing, en það hefst í Kaupmannahöfn í dag. Geir segir í samtali við Fréttablaðið að hann hafi á fundinum með Fogh sett hann inn í hina breyttu stöðu varnarmála Íslands. Hann segir Dani reyndar hafa fylgst mjög vel með því máli og lýst vilja til ýmiss konar samstarfs sem Íslendingar telji geta komið að haldi, einkum til að tryggja öryggi á hafsvæðinu í kringum landið, sem liggur jú að danskri lögsögu Grænlands og Færeyja. Geir sagði aðspurður að ekki væri enn búið að útkljá ráðningu í embætti framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar, en Svíinn Per Unckel lætur af því um áramótin. Hann sagðist þó telja að þess væri ekki langt að bíða að niðurstaða fengist í það mál. Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra, er sagður etja þar kappi við finnska ráðherrann Jan-Erik Enestam. Geir sagðist einnig hafa rætt við Fogh um að næsta ár yrði merkisár í sögu samskipta Íslands og Danmerkur, en þá verður rétt öld liðin frá því að Friðrik konungur VIII kom í merka heimsókn til Íslands, sem til stendur að minnast með tilhlýðilegum hætti. Þá þurfi enn fremur að endurnýja samning um dönskukennslu sem rennur út á næsta ári. Spurður um fréttaflutning danska blaðsins Ekstra bladet undanfarna daga af meintum fjárglæfrum og skattsvikum íslenskra fyrirtækja sem eru umsvifamikil í Danmörku segir Geir að það sé mál sem sé ríkisstjórnum landanna óviðkomandi. „Það er mál fyrirtækjanna að svara fyrir sig,“ segir forsætisráðherra en bætir svo við: „Hins vegar sýnist mér, eftir að hafa lesið þessar tvær greinar, í dag og í gær, að það sé verið að lýsa þarna miklu almennara máli en sem snýr að þessum íslensku fyrirtækjum. Það er verið að tala um hvernig skattkerfið er í Lúxemborg og hvernig fyrirtæki í Danmörku geta nýtt sér það. Þetta er ekki mál sem ríkisstjórnir, hvorki hér (í Danmörku) né heima, blanda sér neitt í.“ Innlent Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Fleiri fréttir Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Sjá meira
Geir H. Haarde forsætisráðherra segir Dani „fúsa til samstarfs um mjög margt, svo sem á sviði björgunarmála“. Þetta segir hann danskan kollega sinn, Anders Fogh Rasmussen, hafa tjáð sér á tvíhliða fundi þeirra í Kaupmannahöfn í gær, þar sem þeir ræddu stöðuna í varnarmálum Íslands eftir að gengið var frá nýjum samningum um þau mál við Bandaríkjamenn. Auk tvíhliða fundarins við Fogh sat Geir sameiginlegan leiðtogafund Norðurlandanna fimm og Eystrasaltslandanna þriggja. Hefð er komin á að halda slíka fundi í tengslum við Norðurlandaráðsþing, en það hefst í Kaupmannahöfn í dag. Geir segir í samtali við Fréttablaðið að hann hafi á fundinum með Fogh sett hann inn í hina breyttu stöðu varnarmála Íslands. Hann segir Dani reyndar hafa fylgst mjög vel með því máli og lýst vilja til ýmiss konar samstarfs sem Íslendingar telji geta komið að haldi, einkum til að tryggja öryggi á hafsvæðinu í kringum landið, sem liggur jú að danskri lögsögu Grænlands og Færeyja. Geir sagði aðspurður að ekki væri enn búið að útkljá ráðningu í embætti framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar, en Svíinn Per Unckel lætur af því um áramótin. Hann sagðist þó telja að þess væri ekki langt að bíða að niðurstaða fengist í það mál. Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra, er sagður etja þar kappi við finnska ráðherrann Jan-Erik Enestam. Geir sagðist einnig hafa rætt við Fogh um að næsta ár yrði merkisár í sögu samskipta Íslands og Danmerkur, en þá verður rétt öld liðin frá því að Friðrik konungur VIII kom í merka heimsókn til Íslands, sem til stendur að minnast með tilhlýðilegum hætti. Þá þurfi enn fremur að endurnýja samning um dönskukennslu sem rennur út á næsta ári. Spurður um fréttaflutning danska blaðsins Ekstra bladet undanfarna daga af meintum fjárglæfrum og skattsvikum íslenskra fyrirtækja sem eru umsvifamikil í Danmörku segir Geir að það sé mál sem sé ríkisstjórnum landanna óviðkomandi. „Það er mál fyrirtækjanna að svara fyrir sig,“ segir forsætisráðherra en bætir svo við: „Hins vegar sýnist mér, eftir að hafa lesið þessar tvær greinar, í dag og í gær, að það sé verið að lýsa þarna miklu almennara máli en sem snýr að þessum íslensku fyrirtækjum. Það er verið að tala um hvernig skattkerfið er í Lúxemborg og hvernig fyrirtæki í Danmörku geta nýtt sér það. Þetta er ekki mál sem ríkisstjórnir, hvorki hér (í Danmörku) né heima, blanda sér neitt í.“
Innlent Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Fleiri fréttir Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Sjá meira