Innlent

Stálu fimmtíu Doka-plötum

Um tvöleytið aðfaranótt mánudagsins barst lögreglunni í Reykjavík tilkynning um grunsamlegar mannaferðir í Teigahverfi í Mosfellsbæ.

Lögreglan kannaði málið og handtók tvo unga menn á Vesturlandsvegi.

Mennirnir höfðu stolið fimmtíu Doka-plötum, dýru byggingarefni sem er notað við smíði steypumóta, af byggingarsvæði í hverfinu.

Mennirnir voru yfirheyrðir hjá lögreglunni en var sleppt að þeim loknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×