Sarunas segir að Virunas sé saklaus 31. október 2006 07:00 Hinir ákærðu Ásamt Sveini Andra Sveinssyni, lögmanni annars þeirra. Þeim er gefið að sök að hafa reynt að smygla tólf kílóum af amfetamíni til landsins með Norrænu í júlí síðastliðnum. Aðalmeðferð fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær í máli á hendur Sarunasi Budvytis og Virunasi Kavalciukas vegna stórfellds fíkniefnainnflutnings. Mönnunum, sem báðir eru frá Litháen, er gefið að sök að hafa í hagnaðarskyni reynt að flytja hingað til lands rétt tæp tólf kíló af amfetamíni. Efnin fundust í eldsneytistanki bifreiðar sem þeir voru á um borð í Norrænu þegar ferjan lagði að á Seyðisfirði snemma í júlí á þessu ári. Magn fíkniefnanna er það langmesta sem reynt hefur verið að smygla með Norrænu og er talið að söluverðmæti þeirra geti hlaupið á mörgum tugum milljóna króna. Sarunas sagði fyrir dómi að par í Litháen hefði beðið hann um að fara með bílinn til Íslands. Sagðist hann hafa haldið að efnin í eldsneytistankinum væru hestasterar. Átti hann að fá greidd 3.000 pund, eða um 390 þúsund krónur, fyrir innflutninginn auk alls ferðakostnaðar. Hann sagði að upprunalega hefði maður sem heitir Arvidas átt að fara með honum í ferðina en hann fótbrotnaði nokkrum dögum áður en þeir áttu að leggja í hann. Þar sem um langa ferð var að ræða vildi hann ekki fara einn og hefði því beðið Virunas um að koma með sér þegar hann rakst á hann á götu úti tveimur dögum áður en farið var af stað, en þeir þekktust frá fornu fari. Sarunas fullyrti að Virunas hefði ekki vitað hver tilgangur ferðarinnar væri og haldið að þeir ætluðu sem ferðamenn til Íslands. Hann væri því saklaus af öllu misjöfnu. Sarunas sagðist hafa haldið öllum kvittunum til haga vegna kostnaðar við ferðina til að fá endurgreitt síðar og geymt þær kvittanir í bílnum. Þær hafa hins vegar aldrei fundist og sagði Sarunas líklegast að tollverðir á Seyðisfirði hafi hirt þær. Þegar til Íslands væri komið átti hann að hringja í ákveðið símanúmer og fá leiðbeiningar um hvert hann ætti að fara með bílinn. Hann hafði engar frekari upplýsingar um það utan þess að um íslenskan sveitabæ væri að ræða. Eftir handtökuna hafi lögreglumenn reynt að hringja í það númer sem hann var með en enginn svarað. Virunas neitaði því að hafa vitað um nokkur efni í bílnum. Hann sagði Sarunas hafa boðið sér með sem ferðamanni og hann hefði þegið boðið vegna þess að ferðin væri honum að kostnaðarlausu. Hann væri því saklaus af ákærunni. Innlent Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fleiri fréttir Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Sjá meira
Aðalmeðferð fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær í máli á hendur Sarunasi Budvytis og Virunasi Kavalciukas vegna stórfellds fíkniefnainnflutnings. Mönnunum, sem báðir eru frá Litháen, er gefið að sök að hafa í hagnaðarskyni reynt að flytja hingað til lands rétt tæp tólf kíló af amfetamíni. Efnin fundust í eldsneytistanki bifreiðar sem þeir voru á um borð í Norrænu þegar ferjan lagði að á Seyðisfirði snemma í júlí á þessu ári. Magn fíkniefnanna er það langmesta sem reynt hefur verið að smygla með Norrænu og er talið að söluverðmæti þeirra geti hlaupið á mörgum tugum milljóna króna. Sarunas sagði fyrir dómi að par í Litháen hefði beðið hann um að fara með bílinn til Íslands. Sagðist hann hafa haldið að efnin í eldsneytistankinum væru hestasterar. Átti hann að fá greidd 3.000 pund, eða um 390 þúsund krónur, fyrir innflutninginn auk alls ferðakostnaðar. Hann sagði að upprunalega hefði maður sem heitir Arvidas átt að fara með honum í ferðina en hann fótbrotnaði nokkrum dögum áður en þeir áttu að leggja í hann. Þar sem um langa ferð var að ræða vildi hann ekki fara einn og hefði því beðið Virunas um að koma með sér þegar hann rakst á hann á götu úti tveimur dögum áður en farið var af stað, en þeir þekktust frá fornu fari. Sarunas fullyrti að Virunas hefði ekki vitað hver tilgangur ferðarinnar væri og haldið að þeir ætluðu sem ferðamenn til Íslands. Hann væri því saklaus af öllu misjöfnu. Sarunas sagðist hafa haldið öllum kvittunum til haga vegna kostnaðar við ferðina til að fá endurgreitt síðar og geymt þær kvittanir í bílnum. Þær hafa hins vegar aldrei fundist og sagði Sarunas líklegast að tollverðir á Seyðisfirði hafi hirt þær. Þegar til Íslands væri komið átti hann að hringja í ákveðið símanúmer og fá leiðbeiningar um hvert hann ætti að fara með bílinn. Hann hafði engar frekari upplýsingar um það utan þess að um íslenskan sveitabæ væri að ræða. Eftir handtökuna hafi lögreglumenn reynt að hringja í það númer sem hann var með en enginn svarað. Virunas neitaði því að hafa vitað um nokkur efni í bílnum. Hann sagði Sarunas hafa boðið sér með sem ferðamanni og hann hefði þegið boðið vegna þess að ferðin væri honum að kostnaðarlausu. Hann væri því saklaus af ákærunni.
Innlent Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fleiri fréttir Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Sjá meira