Innlent

Mótmæla námi í snyrtiskóla

Félag íslenskra fótaaðgerðafræðinga mótmælir harðlega þeirri fyrirætlan Snyrtiakademíunnar að hefja kennslu í fótaaðgerðafræðum án þess að hafa leyfi yfirvalda. „Snyrtiakademían er snyrtiskóli sem útskrifar iðnaðarmenn. Fótaaðgerðafræði er löggilt heilbrigðisfag,“ segir í tilkynningu frá félaginu.

Fótaaðgerðafræðingar benda á að unnið sé að því að nám í fótaaðgerðafræði verði þrjú ár eftir stúdentspróf. Snyrtiakademían stefni hins vegar að því að námið verði eitt og hálft ár í snyrtiskóla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×