Innlent

Gert að greiða sex milljónir vegna skíðaslyss

Hæstiréttur hefur dæmt Ísafjarðarbæ til að greiða tvítugum pilti tæpar sex milljónir króna í skaðabætur vegna slyss sem hann varð fyrir á skíðasvæði Ísfirðinga fyrir rúmlega fjórum árum. Héraðsdómur Vestfjarða hafði áður sýknað Ísafjarðarbæ, sem og Súðavíkurhrepp sem einnig var stefnt. Piltinum er gert að bera helming tjónsins sjálfur.

Pilturinn slasaðist þegar hann stökk á skíðum af palli sem ætlaður var snjóbrettaiðkendum og hlaut sextíu prósenta miska og áttatíu prósenta örorku. Vitnum bar saman um það að pallurinn hefði verið afar hættulegur og merkingum hefði verið ábótavant daginn sem slysið varð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×