Innlent

Dregið hefur úr hraðakstri

Hellisheiðin hægari Mun færri keyrðu of hratt eftir átakið.
Hellisheiðin hægari Mun færri keyrðu of hratt eftir átakið.

Umferðarátakið „Nú segjum við stopp“ virðist hafa borið góðan árangur því samkvæmt mælingum Vegagerðarinnar dró verulega úr hraðakstri í kjölfar þess.

Mælingar fóru fram á Hellisheiði, Árvöllum á Kjalarnesi, og Esjumelum, tveimur vikum áður en átakið hófst og tveimur vikum eftir að því lauk. Í ljós kom að þeim sem keyrðu hraðar en 110 km/klst fækkaði um 23,1 prósent á Hellisheiði, 23,5 prósent á Esjumelum, og 10,5 prósent á Kjalarnesi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×