Hvalkjötið selt til manneldis í Japan 23. október 2006 07:15 Hvalskurður Langreyður er mikil skepna eins og sést best þegar hún er skorin. Þeir sem komu að því að skera hvalinn voru greinilega vanir menn. MYND/Vilhelm Hvalur 9 kom til hafnar í Hvalfirði klukkan hálf tíu í gærmorgun með fyrstu langreyðina af þeim níu sem heimild hefur verið gefin til að veiða. Talið er að um þrjú hundruð manns hafi verið komnir að hvalstöðinni til að fylgjast með komu skipsins og verkun hvalsins. Byrjað var að grófskera hann um klukkustund eftir að hann var hífður upp á verkunarplanið en fínvinnsla og frysting hófst í hraðfrystistöð HB Granda á Akranesi þegar líða tók á daginn. Langreyðurin reyndist tuttugu metra löng og þrjátíu og tveimur sentimetrum betur en hún þótti horuð. Hún er talin vera rúm sextíu tonn að þyngd. Það var sannkölluð hátíðastemning við hvalstöðina þegar Hvalur 9 lagði að bryggju. Þeir fjölmörgu sem höfðu lagt leið sína upp í Hvalfjörð klöppuðu lengi og vel fyrir áhöfn skipsins þegar það lagði að bryggju og bros var á hverju andliti. Margir hittu gamla vini og kunningja í fyrsta skipti í langan tíma og það var haft á orði að stemningin væri eins og á ættarmóti. Þó voru einnig margir í hópnum sem voru að upplifa löndun hvals í fyrsta skipti og fannst mikið til koma. Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., lét sig ekki vanta og hafði í mörg horn að líta. „Þetta er hátíðisdagur og það er gaman hvað allt hefur gengið vel. Þessi hvalur mætti þó vera feitari en hann er eins og búast mætti við á þessum árstíma.“ Kristján segir að kjötið af hvalnum verði selt á Japansmarkað og japanskur hvalkjötskaupmaður sem var í för með Kristjáni er sagður hafa sleikt út um þegar hvalskurðurinn byrjaði. Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra var á meðal þeirra sem fylgdust með löndun hvalsins. „Þetta er góður dagur og heilmikil stund að sjá fyrsta hvalinn renna hérna upp planið. Maður finnur að tilhlökkun ríkir og þessu verður fagnað víða um land.“ Innlent Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Hvalur 9 kom til hafnar í Hvalfirði klukkan hálf tíu í gærmorgun með fyrstu langreyðina af þeim níu sem heimild hefur verið gefin til að veiða. Talið er að um þrjú hundruð manns hafi verið komnir að hvalstöðinni til að fylgjast með komu skipsins og verkun hvalsins. Byrjað var að grófskera hann um klukkustund eftir að hann var hífður upp á verkunarplanið en fínvinnsla og frysting hófst í hraðfrystistöð HB Granda á Akranesi þegar líða tók á daginn. Langreyðurin reyndist tuttugu metra löng og þrjátíu og tveimur sentimetrum betur en hún þótti horuð. Hún er talin vera rúm sextíu tonn að þyngd. Það var sannkölluð hátíðastemning við hvalstöðina þegar Hvalur 9 lagði að bryggju. Þeir fjölmörgu sem höfðu lagt leið sína upp í Hvalfjörð klöppuðu lengi og vel fyrir áhöfn skipsins þegar það lagði að bryggju og bros var á hverju andliti. Margir hittu gamla vini og kunningja í fyrsta skipti í langan tíma og það var haft á orði að stemningin væri eins og á ættarmóti. Þó voru einnig margir í hópnum sem voru að upplifa löndun hvals í fyrsta skipti og fannst mikið til koma. Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., lét sig ekki vanta og hafði í mörg horn að líta. „Þetta er hátíðisdagur og það er gaman hvað allt hefur gengið vel. Þessi hvalur mætti þó vera feitari en hann er eins og búast mætti við á þessum árstíma.“ Kristján segir að kjötið af hvalnum verði selt á Japansmarkað og japanskur hvalkjötskaupmaður sem var í för með Kristjáni er sagður hafa sleikt út um þegar hvalskurðurinn byrjaði. Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra var á meðal þeirra sem fylgdust með löndun hvalsins. „Þetta er góður dagur og heilmikil stund að sjá fyrsta hvalinn renna hérna upp planið. Maður finnur að tilhlökkun ríkir og þessu verður fagnað víða um land.“
Innlent Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira