Innlent

Fimmtíu ár frá uppreisninni

Ólafur Ragnar Grímsson
Ólafur Ragnar Grímsson

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, verður í dag ásamt öðrum þjóðarleiðtogum viðstaddur minningarathöfn í Búdapest. Minningarathöfnin er haldin til þess að minnast frelsisuppreisnarinnar í Ungverjalandi árið 1956.

Lásló Sólyom, forseti Ungverjalands, og Ferenc Gyurscány forsætisráðherra taka á móti erlendu gestunum í þjóðaróperunni. Meðal þjóðarleiðtoga sem sækja athöfnina eru Haraldur Noregskonungur, Horst Köhler forseti Þýskalands og Jóhann Karl Spánarkonungur.

Þá munu þjóðarleiðtogarnir votta frelsisbaráttu Ungverja og fórnarlömbum uppreisnarinnar 1956 virðingu sína við Minnisvarðann á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×