Innlent

Fjórtánfaldur munur launa

Munur á hæstu og lægstu launum er nærri fjórtánfaldur hjá körlum og ellefufaldur hjá konum að því er kemur fram í rannsókn Capacent á launamun.

Árið 1994 var munurinn á hæstu og lægstu launum áttfaldur meðal karla og fimmfaldur meðal kvenna. Voru stjórnendur þá að jafnaði með um 64 prósent hærri laun en véla- og verkafólk. Nú er þessi tala komin í 98 prósent.

Munur á hæstu og lægstu launum er mun meiri í einkafyrirtækjum heldur en opinberu stofnununum og fyrirtækjunum. Hjá hinu opinbera er munur á hæstu og lægstu launum karla rúmlega fimmfaldur og hjá konum tæplega fimmfaldur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×