Innlent

Ekki gengið á bak orða

Stefnubreyting íslensku friðargæslunnar í Afganistan samræmist fyllilega eldri skuldbindingum Íslands við NATO, að sögn Önnu Jóhannsdóttur, forstöðumanns friðargæslunnar. Hún segir núverandi verkefni Íslendinga í Afganistan standa fram í apríl á næsta ári og utanríkisráðuneytið hafi aldrei skuldbundið sig í frekari friðargæslu. Því hafi ekki þurft að hafa sérstakt samráð við NATO um stefnubreytinguna.

Anna ítrekar einnig að ekki verði dregið úr framlagi íslenska ríkisins til uppbyggingar í Afganistan, heldur verði það líklega aukið frekar en hitt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×