Innlent

Hættuleg efni algeng í stofum

Mikið af hættulegum efnum er að finna í smíðastofum í grunnskólum landsins, loftræsting er oft léleg í stofunum og aðstaðan ekki nógu góð. Þetta segir Gunnar Kristinsson, heilbrigðisfulltrúi á umhverfissviði Reykjavíkurborgar, en þetta kemur fram á vefsíðu sviðsins.

Hann segir börn meðhöndla hættuleg efni og að oft sé ekki til áætlun um viðbrögð ef eitthvað bregði út af. Þetta er meðal niðurstaðna könnunar á varnaðarmerktum efnavörum, sem náði til sextíu og þriggja grunnskóla á Íslandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×