Innlent

Mikil vonbrigði

magnús stefánsson félagsmálaráðherra Árið 1961 voru sett fyrstu lögin um jöfn laun karla og kvenna. Samkvæmt þeim lögum átti að útrýma kynbundnum launamun á næstu sjö árum eftir að lögin voru sett.
magnús stefánsson félagsmálaráðherra Árið 1961 voru sett fyrstu lögin um jöfn laun karla og kvenna. Samkvæmt þeim lögum átti að útrýma kynbundnum launamun á næstu sjö árum eftir að lögin voru sett. MYND/Stefán

Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra segir þessar niðurstöður valda sér miklum vonbrigðum. „Við erum að sjá jákvæðar breytingar til jafnréttis en það virðist ekki vera að skila sér í launaumslagið."

Magnús segir að þeir sem raunverulega hafi áhrif á launaákvarðanir séu stjórnendur á einkamarkaði og hjá hinu opinbera. „Og við spyrjum hvort þeir geri sér grein fyrir að þeir eru í raun og veru að brjóta rétt á fólki með því að mismuna í launum fólki sem vinnur sömu störf og skilar sömu vinnu?" Magnús hyggst óska eftir samtölum við vinnuveitendur á næstunni til að ræða leiðir til að minnka launamun.

Þverpólitísk nefnd vinnur nú að endurskoðun jafnréttislaganna og mun Magnús óska eftir því að hún taki til sérstakrar skoðunar þá leið sem Finnar eru að fara. „Þar hafa stjórnvöld gert samkomulag við aðila vinnumarkaðarins um að minnka kynbundinn launamun um fimm prósent til ársins 2015. Mér finnst einboðið að við nýtum okkur það sem Finnar hafa fram að færa í þessu." Magnús útilokar þó ekki að hugsanlega verði gripið til lagasetningar til að sporna við launamun.

Niðurstöðurnar verða kynntar á ríkisstjórnarfundi í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×