Innlent

Ljósmæður í friðargæsluna

Breytt friðargæsla Utanríkisráðherra fer yfir málin með starfsmönnum ráðuneytisins fyrir fund utanríkismálanefndar í gær.
Breytt friðargæsla Utanríkisráðherra fer yfir málin með starfsmönnum ráðuneytisins fyrir fund utanríkismálanefndar í gær. MYND/GVA

Íslenskar ljósmæður munu halda námskeið í móttöku barna í Afganistan á vegum íslensku friðargæslunnar. Um leið verður dregið úr þeirri starfsemi sem friðargæslan hefur haft með höndum í landinu. Þó eru líkur á að Íslendingar annist yfirtöku heimamanna á stjórn Kabúl-flugvallar.

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra skýrði utanríkismálanefnd Alþingis frá breyttum áherslum íslensku friðargæslunnar á fundi í gærmorgun. Eftirleiðis verður áhersla friðargæslunnar á fjórum sviðum; á sviði löggæslu og réttarfars, flugmála og flugvallastjórnunar, fjölmiðlunar og upplýsingamála og á sviði heilbrigðismála.

„Við ætlum að mýkja ásýnd friðargæslunnar og færa hana enn meira yfir á borgaraleg svið. Við höfum mikla reynslu og höfum getið okkur gott orð þar sem við höfum komið að málum á þessum sviðum,“ sagði Valgerður í gær. Hún kvað of fáar konur hafa starfað í friðargæslunni til þessa og telur að með nýjum áherslum kunni áhugi kvenna að vakna.

Ekki liggur fyrir hvað breyttar áherslur friðargæslunnar munu kosta, né heldur hve margir munu fara til starfa á erlendum vettvangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×