Einkavæðing RÚV þar er efinn 19. október 2006 06:45 Ríkisútvarpið í bláma morgunhiminsins Stjórnarandstaðan á Alþingi óttast að frumvarp menntamálaráðherra um RÚV sé skref í átt til einkavæðingar. MYND/GVA Ótti stjórnarandstöðunnar við að Ríkisútvarpið verði selt er grundvöllur andstöðu hennar við breytingu RÚV í hlutafélag. Yfirlýsingar stjórnarliða um að ekki eigi að selja duga skammt. Fyrstu umræðu um frumvarp menntamálaráðherra um Ríkisútvarpið lauk í fyrrakvöld, stuttu áður en Orð kvöldsins hófst á Rás 1. Umræðan hafði þá staðið með hléum í tólf klukkustundir en hún hófst síðdegis á mánudag með ræðu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur. Frumvarp um Ríkisútvarpið er nú komið fram þriðja sinni. Í fyrsta frumvarpinu átti Ríkisútvarpið að verða sf. í öðru frumvarpinu átti það að verða hf. en nú á það að verða ohf. O fyrir framan stendur fyrir opinbert - ohf. þýðir sumsé opinbert hlutafélag. Sem fyrr hafa stjórnarandstæðingar haldið uppi harðri gagnrýni á tillögur menntamálaráðherra um breytingar Ríkisútvarpsins og byggir hún á grunni ótta um að í kjölfar formbreytinga verði fyrirtækið selt. Þrátt fyrir að menntamálaráðherra og aðrir stjórnarliðar hafi margsinnis lýst yfir að sala sé ekki á dagskrá hefur það engu breytt. Stjórnarandstaðan treystir ekki stjórnarflokkunum og þá helst Sjálfstæðisflokknum. Er bent á að svipuð fyrirheit hafi verið gefin þegar Pósti og síma var breytt í hlutafélag. Síminn sé nú í einkaeigu.Ekki sátt um máliðDagný JónsdóttirMenntamálaráðherra sagði í ræðu sinni á mánudag að breyta þyrfti rekstrarformi Ríkisútvarpsins til nútímahorfs svo það gæti staðið undir kröfum sem gerðar væru til þess sem útvarps í almannaþágu. Taldi hún það almenna skoðun í landinu að rétt væri að breyta rekstrarumhverfi RÚV svo unnt væri að styrkja rekstur þess og ¿efla hið mikilvæga menningar-, almannaþjónustu- og lýðræðishlutverk sem stofnunin gegnir í þjóðfélaginu¿. Kvað ráðherra breytingar sem gerðar voru á frumvarpinu í sumar koma til móts við athugasemdir stjórnarandstöðunnar og síðar sagðist hún telja að með frumvarpinu mætti ná markmiðum fjölmiðlanefndarinnar sem þverpólitísk sátt ríkti um. Hvað sem líður orðum og mati Þorgerðar Katrínar er ekki sátt um frumvarpið á Alþingi. Margvíslegar athugasemdirÞorgerður K. GunnarsdóttirÞó grunnur andstöðu stjórnarandstöðunnar sé óttinn við einkavæðingu hafa þingmenn hennar dregið fram nokkur helstu atriði sem þeir finna að frumvarpinu. Eitt þeirra er stjórnskipulagið sem þeir telja samrýmast illa hugmyndinni um almannaútvarp og telja nauðsynlegt að stjórn Ríkisútvarpsins verði valin á breiðari grunni en frumvarpið gerir ráð fyrir. Þá segja þeir hallað á réttarstöðu starfsmanna eftir breytingu í hlutafélag, fjárhagur fyrirtækisins sé ótraustur, umsvif þess á auglýsingamarkaði of mikil auk þess sem þeir hafa gagnrýnt að fyrirtækinu skuli aflað tekna með sköttum í stað afnotagjalda. En stjórnarandstæðingar sjá bjartar hliðar líka; Mörður Árnason Samfylkingunni fagnar allavega að upplýsingalög eigi að ná til Ríkisútvarpsins ofh. samkvæmt frumvarpinu. Það er mikils virði að upplýsingalögin skuli eiga að gilda um þetta fyrirbæri ef það kemst einhvern tíma á fæturna, sagði Mörður. Traust og vantraustkolbrún halldórsdóttirFramsóknarflokkurinn hefur fengið sinn skerf af gagnrýni og flokknum meðal annars brigslað um sinnaskipti í afstöðunni til Ríkisútvarpsins. Andstæðingar breytinga á RÚV í hlutafélag svo ekki sé nú minnst á einkavæðingu hafa á undanförnum árum lagt traust sitt við að framsóknarmenn stæðu gegn öllum slíkum áformum sjálfstæðismanna. Dagný Jónsdóttir hefur útskýrt afstöðu flokksins til málsins á þann veg að í frumvarpinu standi skýrum stöfum að sala Ríkisútvarpsins ohf. sé óheimil. Við erum þannig gerð að við treystum fólki, sagði Dagný orðrétt. Kolbrún Halldórsdóttir VG sagðist á hinn bóginn trúa núverandi menntamálaráðherra þegar hún segði ekki standa til að selja RÚV en það traust næði ekki lengra. Þessi hæstvirtur menntamálaráðherra verður ekki í ríkisstjórn alltaf og kannski ekki bara á næsta kjörtímabili. Innlent Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Sjá meira
Ótti stjórnarandstöðunnar við að Ríkisútvarpið verði selt er grundvöllur andstöðu hennar við breytingu RÚV í hlutafélag. Yfirlýsingar stjórnarliða um að ekki eigi að selja duga skammt. Fyrstu umræðu um frumvarp menntamálaráðherra um Ríkisútvarpið lauk í fyrrakvöld, stuttu áður en Orð kvöldsins hófst á Rás 1. Umræðan hafði þá staðið með hléum í tólf klukkustundir en hún hófst síðdegis á mánudag með ræðu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur. Frumvarp um Ríkisútvarpið er nú komið fram þriðja sinni. Í fyrsta frumvarpinu átti Ríkisútvarpið að verða sf. í öðru frumvarpinu átti það að verða hf. en nú á það að verða ohf. O fyrir framan stendur fyrir opinbert - ohf. þýðir sumsé opinbert hlutafélag. Sem fyrr hafa stjórnarandstæðingar haldið uppi harðri gagnrýni á tillögur menntamálaráðherra um breytingar Ríkisútvarpsins og byggir hún á grunni ótta um að í kjölfar formbreytinga verði fyrirtækið selt. Þrátt fyrir að menntamálaráðherra og aðrir stjórnarliðar hafi margsinnis lýst yfir að sala sé ekki á dagskrá hefur það engu breytt. Stjórnarandstaðan treystir ekki stjórnarflokkunum og þá helst Sjálfstæðisflokknum. Er bent á að svipuð fyrirheit hafi verið gefin þegar Pósti og síma var breytt í hlutafélag. Síminn sé nú í einkaeigu.Ekki sátt um máliðDagný JónsdóttirMenntamálaráðherra sagði í ræðu sinni á mánudag að breyta þyrfti rekstrarformi Ríkisútvarpsins til nútímahorfs svo það gæti staðið undir kröfum sem gerðar væru til þess sem útvarps í almannaþágu. Taldi hún það almenna skoðun í landinu að rétt væri að breyta rekstrarumhverfi RÚV svo unnt væri að styrkja rekstur þess og ¿efla hið mikilvæga menningar-, almannaþjónustu- og lýðræðishlutverk sem stofnunin gegnir í þjóðfélaginu¿. Kvað ráðherra breytingar sem gerðar voru á frumvarpinu í sumar koma til móts við athugasemdir stjórnarandstöðunnar og síðar sagðist hún telja að með frumvarpinu mætti ná markmiðum fjölmiðlanefndarinnar sem þverpólitísk sátt ríkti um. Hvað sem líður orðum og mati Þorgerðar Katrínar er ekki sátt um frumvarpið á Alþingi. Margvíslegar athugasemdirÞorgerður K. GunnarsdóttirÞó grunnur andstöðu stjórnarandstöðunnar sé óttinn við einkavæðingu hafa þingmenn hennar dregið fram nokkur helstu atriði sem þeir finna að frumvarpinu. Eitt þeirra er stjórnskipulagið sem þeir telja samrýmast illa hugmyndinni um almannaútvarp og telja nauðsynlegt að stjórn Ríkisútvarpsins verði valin á breiðari grunni en frumvarpið gerir ráð fyrir. Þá segja þeir hallað á réttarstöðu starfsmanna eftir breytingu í hlutafélag, fjárhagur fyrirtækisins sé ótraustur, umsvif þess á auglýsingamarkaði of mikil auk þess sem þeir hafa gagnrýnt að fyrirtækinu skuli aflað tekna með sköttum í stað afnotagjalda. En stjórnarandstæðingar sjá bjartar hliðar líka; Mörður Árnason Samfylkingunni fagnar allavega að upplýsingalög eigi að ná til Ríkisútvarpsins ofh. samkvæmt frumvarpinu. Það er mikils virði að upplýsingalögin skuli eiga að gilda um þetta fyrirbæri ef það kemst einhvern tíma á fæturna, sagði Mörður. Traust og vantraustkolbrún halldórsdóttirFramsóknarflokkurinn hefur fengið sinn skerf af gagnrýni og flokknum meðal annars brigslað um sinnaskipti í afstöðunni til Ríkisútvarpsins. Andstæðingar breytinga á RÚV í hlutafélag svo ekki sé nú minnst á einkavæðingu hafa á undanförnum árum lagt traust sitt við að framsóknarmenn stæðu gegn öllum slíkum áformum sjálfstæðismanna. Dagný Jónsdóttir hefur útskýrt afstöðu flokksins til málsins á þann veg að í frumvarpinu standi skýrum stöfum að sala Ríkisútvarpsins ohf. sé óheimil. Við erum þannig gerð að við treystum fólki, sagði Dagný orðrétt. Kolbrún Halldórsdóttir VG sagðist á hinn bóginn trúa núverandi menntamálaráðherra þegar hún segði ekki standa til að selja RÚV en það traust næði ekki lengra. Þessi hæstvirtur menntamálaráðherra verður ekki í ríkisstjórn alltaf og kannski ekki bara á næsta kjörtímabili.
Innlent Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Sjá meira