Innlent

Ráðuneytum verði fækkað

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar vill fækka ráðuneytum.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar vill fækka ráðuneytum.

Samfylkingin vill að ráðuneytum verði fækkað úr fjórtán í níu.

Frumvarp Samfylkingarinnar gerir ráð fyrir að tryggingamál færist úr heilbrigðisráðuneyti til félagsmálaráðuneytis og landbúnaðar-, sjávarútvegs-, viðskipta- og iðnaðarráðuneytum verði steypt saman í atvinnuvegaráðuneyti. Þá verði dómsmála- og samgönguráðuneyti, auk Hagstofunnar, sameinuð í innanríkisráðuneyti. Starfsemi annarra ráðuneyta haldist óbreytt að mestu.

Í greinargerð frumvarpsins segir að margt við núverandi fyrirkomulag sé úrelt og því tímabært að stokka upp skipan Stjórnarráðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×