Innlent

Hélt konu nauðugri í hálftíma

Orkuveitan Konan var starfsmaður Orkuveitunnar.
Orkuveitan Konan var starfsmaður Orkuveitunnar.

Maður á sjötugsaldri hefur verið dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að hafa haldið konu nauðugri í um hálfa klukkustund á skrifstofu fyrirtækis. Maðurinn var dæmdur í 30 daga fangelsi, skilorðsbundið í tvö ár, auk rúmlega 100 þúsund króna greiðslu í miskabætur.

Konan hafði verið send á vegum Orkuveitunnar í fyrirtækið sem er í Kópavogi til að loka fyrir rafmagnið. Þegar hún hafði gert það kom maðurinn að henni og skipaði henni að opna fyrir það aftur, sem hún og gerði.

Eftir þetta læsti maðurinn útidyrahurð fyrirtækisins, ýtti konunni inn á skrifstofu sína og hélt henni þar nauðugri. Henni tókst að gera Orkuveitunni viðvart og var lögreglan kvödd á vettvang. Þá stóð maðurinn við skrifstofudyrnar en konan fyrir innan hann, inni í horni. Lögreglumennirnir tjáðu manninum að hann gæti ekki haldið konunni inni. Hann hleypti henni þá fram hjá þannig að hún komst út.

Konan fékk áfallahjálp á Landspítalanum eftir atburðinn og einnig nokkra tíma hjá sálfræðingi. Manninum er gert að greiða sakarkostnað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×