Innlent

Mótþrói við handtöku verði refsiverður

Landssamband lögreglumanna Vill auka öryggi starfsumhverfisins til muna.
Landssamband lögreglumanna Vill auka öryggi starfsumhverfisins til muna.

Landssamband lögreglumanna vill að mótþrói við handtöku verði gerður refsiverður, að sögn Sveins Ingibergs Magnússonar, formanns sambandsins. Hann segir að þetta atriði hafi verið viðrað í greinargerð um öryggismál lögreglunnar sem sambandið hafi sent dómsmálaráðherra.

Þar var farið fram á að starfsumhverfi lögreglumanna verði bætt. Dómsmálaráðherra hefur boðað breytingar til bóta í þeim efnum.

Fréttablaðið greindi frá því í gær að tíu til tólf lögreglumenn fá bætur úr ríkissjóði á ári hverju vegna meiðsla sem þeir verða fyrir við störf. Að meðaltali tveir lögreglumenn verða fyrir varanlegum miska og örorku á ári hverju, að sögn Gylfa Thorlacius hæstaréttarlögmanns sem fer með stærstan hluta bótamála fyrir lögregluna.

„Það hefur ekki verið refsivert að sýna mótþróa við handtöku,“ segir Sveinn. „Lögreglumenn hafa þurft að verða fyrir einhverju líkamstjóni til þess að það teljist brot gegn valdstjórninni. Það á ekki að vera íþrótt fyrir viðkomandi að slást við lögregluna.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×