Innlent

Viðbrögð stjórnarandstöðu við hvalveiðum

Magnús Þór hafsteinsson Frálslynda flokknum var málshefjandi í utandagskrárumræðum um hvalveiðar.
Magnús Þór hafsteinsson Frálslynda flokknum var málshefjandi í utandagskrárumræðum um hvalveiðar. MYND/GVA

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs, segir flokk sinn leggjast gegn ákvörðun sjávarútvegsráðherra um að hefja hvalveiðar í atvinnuskyni. Hann segir veiðarnar valda meiri skaða en þær gefi af sér. Þá gagnrýndi hann að samráð væri fyrst haft við stjórnarandstöðuna þegar skipið væri farið til veiða.

Kolbrún Halldórsdóttir VG sagði daginn dapurlegan og að hún styddi ekki málið.

Mörður Árnason Samfylkingunni sagði Íslendinga ekki geta vænst þess að alþjóðasamfélagið samþykkti veiðarnar og kvað margvíslegan skaða geta fylgt, til dæmis vandræði á fiskmörkuðum og tjón í ferðaþjónustu. 

 Anna Kristín Gunnarsdóttir Samfylkingunni velti fyrir sér hvort málið væri sett fram núna til að dreifa athygli fólks frá erfiðum málum ríkisstjórnarinnar á borð við hleranamálið.

Magnús Þór Hafsteinsson og Guðjón A. Kristjánsson Frjálslynda flokknum voru á hinn bóginn glaðir í bragði, sögðu tíðindin ánægjuleg og raunar væri ekki seinna vænna að hefja hvalveiðar í atvinnuskyni.Taldi Guðjón reyndar kvótann of lítinn og vonaðist eftir að hann yrði aukinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×