Innlent

Veiðar á hval vekja ugg

Sjávarútvegur Fréttatilkynning vegna atvinnuhvalveiða barst fjölmiðlum frá sendiráði Bretlands í Reykjavík klukkan 13.21, eða áður en umræður um framtíð hvalveiða á Íslandi hófust á Alþingi í gær.

Þar segir: „Samkvæmt fréttum fjölmiðla undanfarnar vikur og mánuði bendir ýmislegt til þess að ríkisstjórn Íslands íhugi að veita leyfi fyrir hvalveiðum í atvinnuskyni að nýju eftir 20 ára hlé. Slíkar getgátur vekja ugg breskra yfirvalda. Ef hvalveiðar í atvinnuskyni hefjast að nýju er vert að benda á að margir Bretar munu eiga í vandræðum með að skilja nauðsyn þess að hefja slíkar veiðar. Á þetta vilja bresk yfirvöld benda í mestu vinsemd og vona að af þessu verði ekki.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×