Innlent

Hækkaðar um 200 milljónir

Árni M. Mathiesen Með frumvarpinu vilja stjórnvöld mæta áhrifum hækkunar fasteignaverðs á vaxtabætur.
Árni M. Mathiesen Með frumvarpinu vilja stjórnvöld mæta áhrifum hækkunar fasteignaverðs á vaxtabætur.

Vaxtabætur hækka samanlagt um 200 milljónir króna á árinu 2006 frá því sem ráðgert var að verja til þeirra samkvæmt fjárlagafrumvarpi ársins. Nema þær því 5,3 milljörðum króna.

Í nýju frumvarpi ríkisstjórnarinnar er lágmark viðmiðunar hækkað um 25 prósent en þannig vilja stjórnvöld mæta áhrifum hækkunar fasteignaverðs á vaxtabætur.

Þrátt fyrir að fasteignamat hafi hækkað mismikið eftir landshlutum ákvað ríkisstjórnin að hækka viðmið vegna vaxtabóta í samræmi við meðaltalshækkun fasteignamatsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×