Innlent

170 kannabisplöntur gerðar upptækar

Kannabisplöntur bornar út  Lögreglumenn sjást hér bera kannabisplöntur út úr iðnaðarhúsnæði sem notað var til ræktunar á kannabisplöntum, fyrr á þessu ári. Lögreglan hefur gert upptækt umtalsvert magn af kannabisplöntum sem ræktaðar hafa verið hér á landi.
Kannabisplöntur bornar út Lögreglumenn sjást hér bera kannabisplöntur út úr iðnaðarhúsnæði sem notað var til ræktunar á kannabisplöntum, fyrr á þessu ári. Lögreglan hefur gert upptækt umtalsvert magn af kannabisplöntum sem ræktaðar hafa verið hér á landi. MYND/Pjetur

Lögreglan í Hafnarfirði lagði hald á 170 kannabisplöntur í húsleit í iðnarhúsnæði síðastliðinn sunnudag. Iðnaðarhúsnæðið er í suðurhluta Hafnarfjarðar en vísbendingar höfðu borist til lögreglu um að kannabisræktun færi fram í húsinu.

Tveir karlmenn voru handteknir í húsleitinni en þeir voru báðir staddir í húsinu þegar lögreglan í Hafnarfirði, með aðstoð lögreglumanna úr Kópavogi og sérsveitar Ríkislögreglustjóra, gerði húsleitina.

Kristján Ó. Guðnason, aðstoðar­yfirlögregluþjónn lögreglunnar í Hafnarfirði og yfirmaður rannsóknardeildar, segir stórfellda ræktun hafa farið fram í húsinu. Við framkvæmdum húsleitina eftir að hafa fengið vísbendingar um að það færi fram kannabisræktun í húsinu. Svo kom í ljós að þarna fór greinilega fram stórfelld ræktun, sem var nægilega tækjum búin til þess að rækta upp plöntur sem voru allt að 190 sentimetra háar.

Í húsleitinni var einnig lagt hald á annan tug kílóa af niðurskornu marijúana en greining á efninu er ekki lokið ennþá. Þau hafa verið send til tæknideildar lögreglunnar í Reykjavík til greiningar.

Lögreglan í Hafnarfirði verst frekari frétta af málinu en ekki var farið fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum. Við töldum það ekki þjóna rannsóknarhagsmunum að óska eftir gæsluvarðhaldi yfir mönnunum. Rannsókn málsins er langt komin og hefur gengið vel.

Lögreglan verst frekari frétta af málinu, sem er eitt umfangsmesta fíkniefnamál sem upp hefur komið í Hafnarfirði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×