Innlent

Rafmagnsöryggi ábótavant

rafmagn Skýrslu Neytendastofu um ástand raflagna á verkstæðum verður dreift til allra umráðamanna verkstæða í landinu og til löggiltra rafverktaka.
rafmagn Skýrslu Neytendastofu um ástand raflagna á verkstæðum verður dreift til allra umráðamanna verkstæða í landinu og til löggiltra rafverktaka. MYND/GVA

Raflögnum og rafbúnaði á íslenskum verkstæðum er í mörgum tilfellum ábótavant samkvæmt úttekt Neytendastofu.

Athugasemdir sem fram komu við skoðun voru flokkaðar í þrjá áhættuflokka eftir vægi. Í þriðja flokk, sem er alvarlegasti áhættuflokkurinn, féllu athugasemdir um alvarlegt frávik frá öryggisákvæðum sem er talið valda bráðri snerti- og brunahættu. Skoðuð voru 408 verkstæði og í 259 þeirra komu fram athugasemdir sem féllu undir þriðja flokk. Engin skoðun var án athugasemda.

Voru gerðar athugasemdir við merkingu búnaðar í rafmagnstöflum á nær öllum verkstæðum sem skoðuð voru eða í 91 prósent tilvika. Athugasemdir við frágang töfluskápa voru gerðar í 75 prósentum tilvika og tengla í 72 prósentum.

Meðal helstu orsaka rafmagnsbruna eru gamall og bilaður rafbúnaður og aðgæsluleysi forráðamanna. Er því afar mikilvægt að rafbúnaður á verkstæðum sé ávallt valinn með tilliti til staðsetningar og notkunar, að því er segir í skýrslu Neytendastofu.

Ábyrgð á öllu því sem lýtur að rafmagnsöryggi hvílir almennt á eiganda atvinnu- og íbúðarhúsnæðis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×