Innlent

Margir þættir mæta andstöðu

Umræður um frumvarp menntamálaráðherra um breytingu Ríkisútvarpsins í hlutafélag hófust á þingi í gær.

Áður en efnislegar umræður byrjuðu gagnrýndu stjórnarandstæðingar meðferð málsins og sagði Arnbjörg Sveinsdóttir Sjálfstæðisflokki þá hafa hafið málþóf sitt og það áður en eiginlegar umræður væru byrjaðar. Því mótmæltu stjórnarandstæðingar og kváðust vera að gera eðlilegar athugasemdir við málsmeðferðina.

Upphaflega stóð til að ræða RÚV og frumvarp um Sinfóníuhljómsveitina saman en frá því var fallið vegna andstöðu. Við umræðurnar komu svo fram margvíslegar athugasemdir við frumvarp ráðherra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×