Innlent

Friðarsúla sem lýsir að eilífu

Yoko Ono. Friðarsúlunni í Viðey er ætlað að tákna vonargeisla fyrir þá sem dreymir um heimsfrið.
Yoko Ono. Friðarsúlunni í Viðey er ætlað að tákna vonargeisla fyrir þá sem dreymir um heimsfrið.

Myndlistarkonan og friðarsinninn Yoko Ono staðfestir í dag áform sín um friðarsúluna sem rísa á í Viðey. Áætlað er að kveikja á súlunni að ári liðnu, 9. október 2007 en dagurinn í dag er fæðingardagur Johns Lennons. Súlan mun lýsa í nafni friðar.

Yoko sagði á blaðamannafundi í gær að viðeigandi væri að súlan yrði reist á Íslandi. Ég var alltaf sannfærð um að hugmyndin yrði að veruleika og mér finnst þetta góður tími þar sem veröldin þarf á ljósi að halda sem mun lýsa að eilífu.

Botn súlunnar verður fylltur með bænum og óskum fólks frá öllum þjóðum heimsins og segir Yoko að hún geymi nú yfir 900 þúsund óskir sem sendar verði til Reykjavíkur. Friðarsúlunni er ætlað að tákna vonargeisla fyrir þá sem dreymir um heimsfrið.

Friðarsúlan verður um tuttugu metra há verður missýnileg eftir veðurskilyrðum.

Í dag afhendir Yoko styrki úr Lennon Ono Grant for Peace friðarsjóðnum. Afhentir verða tveir styrkir að verðmæti 50 þúsund dalir hvor. Annar styrkurinn fer til alþjóða heilbrigðis- og mannúðarsamtakanna, Læknar án landamæra, en hinn til góðgerðarsamtaka sem berjast fyrir stjórnarskrárvörðum rétti fólks um allan heim til friðar, sannleika og mannréttinda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×