Íslendinga skortir skipulag í vörninni 9. október 2006 07:00 Lars Lagerback, þjálfari sænska landsliðsins, sagði á blaðamannafundi í heimalandi sínu í gær að hann hygðist láta lið sitt sækja á það íslenska þar sem það er veikast fyrir, þegar kemur að því að snúa úr sókn í vörn. Svíar koma í heimsókn á Laugardalsvöllinn á miðvikudag og hafði Lagerback verið nýbúinn að tala við útsendara sinn sem var á leik Letta og Íslendinga þegar hann ræddi við sænska fjölmiðla í gær. "Eftir því sem mér skilst komu þrjú mörk Letta eftir hraðar sóknir sem komu í kjölfarið á misheppnaðri sókn íslenska liðsins. Íslenska liðið virðist eiga í erfiðleikum með skipulagningu varnarleiksins og við munum reyna að nýta okkur þann veikleika," sagði Lagerback en bæði mörk sænska liðsins gegn Spáni í fyrradag komu eftir vel útfærðar skyndisóknir. "Ég tel okkur vera mjög öfluga í skyndisóknum en þó má ekki gleyma að Íslendingar spila allt öðruvísi en Spánn. Það mun líklega koma í okkar hlut að stjórna spilinu en að sjálfsögðu stefnum við á að beita hröðum sóknum eftir fremsta megni," sagði Lagerback. Sænski þjálfarinn segist ekki ákveðinn hvort hann setji mann til höfuðs Eiði Smára Guðjohnsen í leiknum og að áherslurnar í hans leik velti að stóru leyti á þeim mannskap sem hann hefur til umráða. Þrír af fjórum miðjumönnum sænska liðsins gegn Spáni verða líklega ekki með gegn Íslendingum. Freddie Ljungberg meiddist á laugardag og var á hækjum eftir leikinn og er jafnvel talið líklegt að hann fljúgi til London í dag. Andres Svensson verður í leikbanni og þá er Tobias Linderoth, lykilmaður í miðjuspili Svía, floginn til Kaupmannahafnar þar sem kona hans er við það að eiga þeirra fyrsta barn. "Linderoth kemur ekki með liðinu til Íslands en gæti komið á þriðjudag. Það er alveg ljóst að hann mun missa af stórum hluta undirbúningsins," en sænska liðið lendir í Keflavík kl. 15 í dag. Íþróttir Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Leik lokið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Valur - ÍR | Toppslagur fyrir landsleikjahlé Handbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi „Við eigum ennþá möguleika“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Arna Sif aftur heim Valur - ÍR | Toppslagur fyrir landsleikjahlé Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Íslenskur dómari dæmir á fimleikamóti í Kína Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn „Þjálfun snýst um samskipti“ Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Sjá meira
Lars Lagerback, þjálfari sænska landsliðsins, sagði á blaðamannafundi í heimalandi sínu í gær að hann hygðist láta lið sitt sækja á það íslenska þar sem það er veikast fyrir, þegar kemur að því að snúa úr sókn í vörn. Svíar koma í heimsókn á Laugardalsvöllinn á miðvikudag og hafði Lagerback verið nýbúinn að tala við útsendara sinn sem var á leik Letta og Íslendinga þegar hann ræddi við sænska fjölmiðla í gær. "Eftir því sem mér skilst komu þrjú mörk Letta eftir hraðar sóknir sem komu í kjölfarið á misheppnaðri sókn íslenska liðsins. Íslenska liðið virðist eiga í erfiðleikum með skipulagningu varnarleiksins og við munum reyna að nýta okkur þann veikleika," sagði Lagerback en bæði mörk sænska liðsins gegn Spáni í fyrradag komu eftir vel útfærðar skyndisóknir. "Ég tel okkur vera mjög öfluga í skyndisóknum en þó má ekki gleyma að Íslendingar spila allt öðruvísi en Spánn. Það mun líklega koma í okkar hlut að stjórna spilinu en að sjálfsögðu stefnum við á að beita hröðum sóknum eftir fremsta megni," sagði Lagerback. Sænski þjálfarinn segist ekki ákveðinn hvort hann setji mann til höfuðs Eiði Smára Guðjohnsen í leiknum og að áherslurnar í hans leik velti að stóru leyti á þeim mannskap sem hann hefur til umráða. Þrír af fjórum miðjumönnum sænska liðsins gegn Spáni verða líklega ekki með gegn Íslendingum. Freddie Ljungberg meiddist á laugardag og var á hækjum eftir leikinn og er jafnvel talið líklegt að hann fljúgi til London í dag. Andres Svensson verður í leikbanni og þá er Tobias Linderoth, lykilmaður í miðjuspili Svía, floginn til Kaupmannahafnar þar sem kona hans er við það að eiga þeirra fyrsta barn. "Linderoth kemur ekki með liðinu til Íslands en gæti komið á þriðjudag. Það er alveg ljóst að hann mun missa af stórum hluta undirbúningsins," en sænska liðið lendir í Keflavík kl. 15 í dag.
Íþróttir Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Leik lokið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Valur - ÍR | Toppslagur fyrir landsleikjahlé Handbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi „Við eigum ennþá möguleika“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Arna Sif aftur heim Valur - ÍR | Toppslagur fyrir landsleikjahlé Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Íslenskur dómari dæmir á fimleikamóti í Kína Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn „Þjálfun snýst um samskipti“ Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Sjá meira