Innlent

Greinir á um virkjanahugmyndir

Úr skagafirði Virkjanamál eru ofarlega á baugi í sveitarstjórnarmálum í Skagafirði.
Úr skagafirði Virkjanamál eru ofarlega á baugi í sveitarstjórnarmálum í Skagafirði. MYND/Stefán

Anna Kristín Gunnarsdóttir, þingkona Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, leggst alfarið gegn hugmyndum um Villinganesvirkjun og Skatastaðavirkjun í Skagafirði. Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti fyrr í vikunni að sýna hugmyndir um Villinganesvirkjun og Skatastaðavirkjun á aðalskipulagi Skagafjarðar.

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í Sveitarstjórn Skagafjarðar, telur eðlilegt að Skagfirðingar fái sjálfir að taka ákvarðanir um það hvort virkja eigi í sveitarfélaginu. Samfylkingin og Framsóknarflokkurinn mynda meirihluta í sveitarstjórn Skagafjarðar. „Við töldum rétt að það færi fram lýðræðisleg umræða um þessa möguleika hjá Skagfirðingum. Það eru fyrst og fremst þeir sem eiga að fá að vega það og meta hvort nýta eigi auðlindirnar eða ekki.“

Anna Kristín segist alfarið á móti hugmyndum um virkjanir á Jöklu í Skagafirði. „Það er verið að setja þetta inn á tillögu um aðalskipulag til þess að Skagfirðingar geti tekið ákvörðun um það hvort virkja eigi í Jökulsá. Ég leggst alfarið gegn þeim hugmyndum og hvet Skagfirðinga til þess að kynna sér þessi mál vel. Ég hef enga trú á því að Skagfirðingar vilji hafa þessar hugmyndir inni á aðalskipulagi.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×