Stöðugleikinn felist í stöðugum óróa 5. október 2006 06:45 Framkvæmdir Umfang framkvæmda á vegum ríkisins er í sjálfu sér ekki það mikið en kannski hefði verið æskilegra að fá þessi skilaboð ekki á þessum tímapunkti. Það hefði verið betra að þetta væri enn í biðstöðu um sinn því það skiptir máli að menn séu samstiga þannig að Seðlabankinn og fjármálaráðuneytið gangi í takt að þessu leyti, segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins um yfirlýsingu forsætisráðherra um að ríkisstjórnin hætti við að fresta framkvæmdum. Ef fjármálaráðuneytið spáir því að verðbólga sé svo mikið á niðurleið þá veltir maður vöngum yfir því hvort óhætt sé að hætta við og setja verkin í gang aftur. Það er spurning hvort Seðlabankinn hafi sama skilning á stöðunni og hvort bankinn sé tilbúinn til að hefja vaxtalækkunarferilinn og ganga í takt með ríkisstjórninni, segir hann. Vilhjálmur bendir á að framkvæmdir ríkisins nemi ekki háum fjárhæðum og því skipti tölurnar sem slíkar ekki miklu máli. Skilaboðin skipti meira máli. Í þessu felast sterk og afgerandi skilaboð frá ríkisstjórninni og því vildi ég gjarnan sjá að ríkisstjórnin og Seðlabankinn gengju í takt, segir Vilhjálmur og telur að gengið verði hærra en annars og verðbólgugusa komi fram í lok næsta árs eða byrjun þarnæsta fari Seðlabankinn í þveröfuga átt við ríkisstjórnina. Ég verð að viðurkenna að ég hrökk svolítið við þegar ég heyrði að það væri búið að aflýsa hættuástandinu, segir Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands. Verðbólgan er tæplega átta prósent sem er þrisvar sinnum meira en verðbólgumarkmið Seðlabankans þannig að það er dálítið snemmt að aflýsa ástandinu. Það hefur verið stöðugur órói í efnahagskerfinu og það er greinilega markmið ríkisstjórnarinnar að svo haldist áfram. Í því felist stöðugleikinn, segir hann og telur yfirlýsinguna bera þess merki að kosningavetur sé að hefjast. Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar, segir að miðað við spár KB banka og fjármálaráðuneytisins minnki hagvöxtur og dragist jafnvel saman. Innlent Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna slasaðs einstaklings Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Sjá meira
Framkvæmdir Umfang framkvæmda á vegum ríkisins er í sjálfu sér ekki það mikið en kannski hefði verið æskilegra að fá þessi skilaboð ekki á þessum tímapunkti. Það hefði verið betra að þetta væri enn í biðstöðu um sinn því það skiptir máli að menn séu samstiga þannig að Seðlabankinn og fjármálaráðuneytið gangi í takt að þessu leyti, segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins um yfirlýsingu forsætisráðherra um að ríkisstjórnin hætti við að fresta framkvæmdum. Ef fjármálaráðuneytið spáir því að verðbólga sé svo mikið á niðurleið þá veltir maður vöngum yfir því hvort óhætt sé að hætta við og setja verkin í gang aftur. Það er spurning hvort Seðlabankinn hafi sama skilning á stöðunni og hvort bankinn sé tilbúinn til að hefja vaxtalækkunarferilinn og ganga í takt með ríkisstjórninni, segir hann. Vilhjálmur bendir á að framkvæmdir ríkisins nemi ekki háum fjárhæðum og því skipti tölurnar sem slíkar ekki miklu máli. Skilaboðin skipti meira máli. Í þessu felast sterk og afgerandi skilaboð frá ríkisstjórninni og því vildi ég gjarnan sjá að ríkisstjórnin og Seðlabankinn gengju í takt, segir Vilhjálmur og telur að gengið verði hærra en annars og verðbólgugusa komi fram í lok næsta árs eða byrjun þarnæsta fari Seðlabankinn í þveröfuga átt við ríkisstjórnina. Ég verð að viðurkenna að ég hrökk svolítið við þegar ég heyrði að það væri búið að aflýsa hættuástandinu, segir Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands. Verðbólgan er tæplega átta prósent sem er þrisvar sinnum meira en verðbólgumarkmið Seðlabankans þannig að það er dálítið snemmt að aflýsa ástandinu. Það hefur verið stöðugur órói í efnahagskerfinu og það er greinilega markmið ríkisstjórnarinnar að svo haldist áfram. Í því felist stöðugleikinn, segir hann og telur yfirlýsinguna bera þess merki að kosningavetur sé að hefjast. Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar, segir að miðað við spár KB banka og fjármálaráðuneytisins minnki hagvöxtur og dragist jafnvel saman.
Innlent Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna slasaðs einstaklings Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Sjá meira