Innlent

Aflagt bann við hundaeign

Lagt var til að haldin yrði almenn kosning um breytingu á hundasamþykkt Reykjavíkurborgar á fundi borgarstjórnar í gær. Það var Árni Þór Sigurðsson, borgarfulltrúi Vinstri grænna, sem lagði það til og benti á að hundasamþykktin hefði verið samþykkt í kjölfar almennrar kosningar borgarbúa árið 1988. Gísli Marteinn Baldursson benti á að engar breytingar yrðu á högum fólks vegna samþykktarinnar og borginni bæri ekki skylda til að halda aðra atkvæðagreiðslu. Var tillögu Árna Þórs vísað frá og breyting á hundasamþykkt samþykkt með átta atkvæðum gegn sjö.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×