Innlent

Ferjan St. Ola leysir Herjólf af

ferjan St. ola Tekur jafn marga farþega og Herjólfur en mun fleiri bíla.
ferjan St. ola Tekur jafn marga farþega og Herjólfur en mun fleiri bíla. MYND/Óskar P. Friðriksson

Eistneska ferjan St. Ola siglir nú milli Vestmannaeyja og Þorlákshafnar meðan ferjan Herjólfur er í slipp í venjubundinni skoðun. Herjólfur sigldi til Danmerkur í slipp á miðvikudagskvöldið og er gert ráð fyrir að hann verði þar í tvær vikur.

Bergur Kristinsson stýrimaður er einn af fjórum úr áhöfn Herjólfs sem starfa núna á St. Ola og lætur vel af afleysingaferjunni. „Þetta eru mjög flinkir og almennilegir karlar." Flestir úr áhöfn Herjólfs fylgdu honum í slipp að sögn Bergs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×