Innlent

Tveir fundust á Vellinum

Með kisunum tveimur Sigríður Heiðberg, formaður Kattavinafélags Íslands, með kisunum tveimur sem ráfuðu um varnarliðssvæðið.
Með kisunum tveimur Sigríður Heiðberg, formaður Kattavinafélags Íslands, með kisunum tveimur sem ráfuðu um varnarliðssvæðið. MYND/Hrönn

Varnarliðið Fjórir kettir sem hafa verið í Kattholti hafa trúlega misst heimili sín þegar varnarliðsmenn yfirgáfu Ísland í sumar. Tveir kattanna fundust þar sem þeir höfðu ráfað um flugvöllinn í sumar, einn fannst í Njarðvík og sá fjórði í Rimahverfi.

Kettirnir voru vel haldnir og greinilegt að þeim hafði verið gefið að éta. Sigríður Heiðberg, formaður Kattavinafélagsins, segir kettina trúlega hafa verið merkta af bandarískum dýralækni. Það bendi til þess að þeir geti verið úr herstöðinni í Keflavík.

Magnús H. Guðjónsson dýralæknir segir Bandaríkjamenn almennt góða við dýrn sín. „Ég veit um mörg tilfelli þar sem menn reyndu að finna heimili fyrir kettina því þeir vildu ógjarnan lóga þeim,“ segir hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×