Vændiskonur leita skjóls fyrir dólgum 3. október 2006 03:30 Íslenskar konur sem stundað hafa vændi hafa í allnokkrum tilvikum leitað til Stígamóta og í Kvennaathvarfið á undanförnum misserum til þess að flýja undan þeim mönnum sem hafa selt þær. Þær eru oft í afar slæmu andlegu og líkamlegu ástandi eftir kúgun og líkamsmeiðingar. Þetta staðfesta þær Guðrún Jónsdóttir, talsmaður Stígamóta, og Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. „Á síðasta ári voru nítján konur, sem á einhverjum tíma höfðu stundað vændi, í samskiptum við Stígamót,“ segir Guðrún. „Af þeim voru tíu ný mál og níu eldri, vegna þess að þær konur sem hafa stundað vændi eru gjarnan í löngum samskiptum við Stígamót. Í nokkrum þessara tilvika voru konurnar að flýja þessa svokölluðu dólga, það er mennina sem höfðu tekjur af því að selja þær. Þessi tilvik voru ekki mörg, en þau voru þeim mun alvarlegri. Þær áttu það sameiginlegt að þær voru skelfingu lostnar og búið að misþyrma þeim gróflega bæði andlega og líkamlega. Tvisvar sinnum höfum við hjálpað konum úr landi til að þær kæmust út úr neti karla sem misnotað hafa þær með þessum hætti.“ Guðrún segir að þær konur sem leiðst hafi út í vændi og leiti til Stígamóta séu yfirleitt á aldrinum tuttugu til þrjátíu ára. „Sú yngsta sem ég man eftir var fimmtán ára,“ segir hún. „Oft hafa þessar konur leitað til okkar vegna kynferðisofbeldis. Síðan hefur þessi hlið mála, það er vændið, komið upp á yfirborðið, en það hefur yfirleitt tekið þó nokkurn tíma, og gerist ekki fyrr en þær eru orðnar öruggar í samskiptum við okkur.“ Guðrún segir enn fremur að ákveðin skörun sé milli vændis og fíkniefnaheimsins. Sá heimur lúti ekki sömu lögum og reglum og heimurinn sem hinn almenni borgari lifi í. Þar sé ekki hægt að kalla lögreglu til hjálpar. Þar sé lykilorðið „hefnd“. Þær konur sem flækst hafi í sambönd með mönnum úr fíkniefnaheiminum verði fyrir grófasta ofbeldinu og hótununum. Þær eigi jafnframt minnstu möguleikana á að komast út úr vændisvítahringnum. „Ég get staðfest það að til okkar hafa leitað íslenskar vændiskonur sem hafa lent í hörðu kynferðislegu ofbeldi og annars konar ofbeldi,“ segir Sigþrúður hjá Kvennaathvarfinu. Hún kvaðst ekki hafa tölur yfir tíðnina. „Í þeim tilvikum sem þær eru að flýja dólgana er oft um „kærasta“ að ræða, sem selur þær, gjarnan í tengslum við fíkniefni. Þessar konur eru oft hart leiknar þegar þær koma til okkar.“ Innlent Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Íslenskar konur sem stundað hafa vændi hafa í allnokkrum tilvikum leitað til Stígamóta og í Kvennaathvarfið á undanförnum misserum til þess að flýja undan þeim mönnum sem hafa selt þær. Þær eru oft í afar slæmu andlegu og líkamlegu ástandi eftir kúgun og líkamsmeiðingar. Þetta staðfesta þær Guðrún Jónsdóttir, talsmaður Stígamóta, og Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. „Á síðasta ári voru nítján konur, sem á einhverjum tíma höfðu stundað vændi, í samskiptum við Stígamót,“ segir Guðrún. „Af þeim voru tíu ný mál og níu eldri, vegna þess að þær konur sem hafa stundað vændi eru gjarnan í löngum samskiptum við Stígamót. Í nokkrum þessara tilvika voru konurnar að flýja þessa svokölluðu dólga, það er mennina sem höfðu tekjur af því að selja þær. Þessi tilvik voru ekki mörg, en þau voru þeim mun alvarlegri. Þær áttu það sameiginlegt að þær voru skelfingu lostnar og búið að misþyrma þeim gróflega bæði andlega og líkamlega. Tvisvar sinnum höfum við hjálpað konum úr landi til að þær kæmust út úr neti karla sem misnotað hafa þær með þessum hætti.“ Guðrún segir að þær konur sem leiðst hafi út í vændi og leiti til Stígamóta séu yfirleitt á aldrinum tuttugu til þrjátíu ára. „Sú yngsta sem ég man eftir var fimmtán ára,“ segir hún. „Oft hafa þessar konur leitað til okkar vegna kynferðisofbeldis. Síðan hefur þessi hlið mála, það er vændið, komið upp á yfirborðið, en það hefur yfirleitt tekið þó nokkurn tíma, og gerist ekki fyrr en þær eru orðnar öruggar í samskiptum við okkur.“ Guðrún segir enn fremur að ákveðin skörun sé milli vændis og fíkniefnaheimsins. Sá heimur lúti ekki sömu lögum og reglum og heimurinn sem hinn almenni borgari lifi í. Þar sé ekki hægt að kalla lögreglu til hjálpar. Þar sé lykilorðið „hefnd“. Þær konur sem flækst hafi í sambönd með mönnum úr fíkniefnaheiminum verði fyrir grófasta ofbeldinu og hótununum. Þær eigi jafnframt minnstu möguleikana á að komast út úr vændisvítahringnum. „Ég get staðfest það að til okkar hafa leitað íslenskar vændiskonur sem hafa lent í hörðu kynferðislegu ofbeldi og annars konar ofbeldi,“ segir Sigþrúður hjá Kvennaathvarfinu. Hún kvaðst ekki hafa tölur yfir tíðnina. „Í þeim tilvikum sem þær eru að flýja dólgana er oft um „kærasta“ að ræða, sem selur þær, gjarnan í tengslum við fíkniefni. Þessar konur eru oft hart leiknar þegar þær koma til okkar.“
Innlent Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira