Það húmar að hausti 30. september 2006 00:01 Ég neita því ekki að stundum sækir á mig depurð og söknuður þegar haustið kemur. Það slokknar pínulítið á manni, sólin lækkar á lofti, laufblöðin falla og langur kaldur veturinn er framundan. Það er farið þetta sumar og kemur aldrei aftur. Við erum öll orðin einu sumrinu eldri. Og ævin einu sumrinu styttri. En þegar að er gáð er sumarið ekkert mikilvægara eða merkilegra heldur en árið allt um kring og hinar árstíðirnar. Haustið hefur líka sinn sjarma og haustið er eins og lífið í allri sinni hnotskurn: merki breytingarinnar, áframhaldsins, aðdragandi vetrarins með sínum ævintýrum og rómantík. Eða hvað er yndislegra en myrkrið í loftinu, kertaljósið í glugganum, gnauðið og snjóflygsurnar úti fyrir og kyrrðin í kringum þig. Haustið nálgast eins og ævikvöldið, sem ber kyrrðina í sér. Kyrrðin er nefnilega líka eftirsóttur tími í lífi manns. Þá fjarar út löngunin í æðibunuganginn, leitin að hinni ímynduðu hamingju, eltingarleikurinn eftir hillingunum, allt hverfur þetta og víkur í burt með árunum og haust lífsins færir manni annarskonar og kannske þessa einu sönnu lífsfyllingu, að eldast í sátt við sjálfan sig. Það er sömuleiðis óumbreytanlegur þáttur í lífi okkar og þá er gott að eldast, ef maður metur og skilur þau verðmæti, sem í því felast. Spakur maður sagði einu sinni, að það væri synd að eyða æskuþróttinum í unga fólkið. Það kynni ekki að fara með hann. Í þessu samhengi langar mig að segja ykkur frá því þegar ég brá mér inn á bensínstöð í vikunni, var að kaupa mér pylsu, ef ég man rétt, og þarna stendur glaðlegur maður á mínum aldri og heilsar kumpánlega og það rifjast upp fyrir mér að þarna var kominn jafnaldri minn frá því í gaggó í den tid, kvennaflagari og djammari á þeim sokkabandsárum og mikið var hann breyttur og mikið fannst mér hann vera eldri en ég. En þarna stóð hann í biðröðinni og brosti til mín og við hliðina á honum stóð kona og brosti líka til mín. Og þá mundi ég það sem ég átti auðvitað að muna að þetta var kona mannsins, sem líka var skólasystir mín og þau höfðu skotið sig saman, strax í gaggó og hún var skvísa á þeim árum, þótt hún bæri það ekki með sér lengur, miðaldra konan, svo ég sé kurteis í lýsingarhættinum. En þarna stóðu þau glaðleg og kímin og ég sá strax að hér fóru hjónakorn sem ennþá voru eins og nýslegið kærustupar og þau höfðu haldið þetta út í gegnum áratugina og enda þótt sexapíllinn væri ekki lengur sjáanlegur og haustblöðin hefðu fallið í þessu hjónabandi, ríkti ást og umhyggja í garð hvors annars og þau "jú á leið í sumarbústaðinn", til að eiga þar rómantíska helgi og njóta einverunnar saman. Hamingjan og kærleikurinn. Vináttan og umhyggjan. Hún skein úr andliti þessara tveggja einstaklinga, þessara hjóna, þessara gömlu jafnaldra minna, sem höfðu á sínum tíma horfið út í mannhafið og höfðu verið þarna einhversstaðar, allan þennan tíma, þangað til ég hitti þau aftur á þessari bensínstöð! Það var komið haust í lífi þeirra, æskuþokkinn var horfinn, hárið hafði gránað, göngulagið breyst og þau voru bæði eins og veðurbarðir bautasteinar, sem höfðu gleymst og týnst. En mikið var gaman að sjá þau, svona ljóslifandi tákngervinga þeirrar kynslóðar, sem hafði gengið í gegnum árstíðir lífsins, sumar, vetur, vor og haust og nutu nú haustsins út í æsar, skildu og virtu þau óhjákvæmilegu örlög að tíminn leið og allt hefur sinn tilgang og tilverustað. Hvað segir ekki Steinn Steinarr í kvæðinu: "Og þú ert eins og geisli frá sumarsólinni, sem ekki hverfur, þó haustið komi." Haustið er uppskera sumarsins. Það ber með sér sólargeislana frá sumrinu inn í veturinn. Haustið í lífi þessara gömlu skólasystkina minna var uppskera heitra ásta og ævarandi kynna, já haustið, sem var komið í lífi þeirra, var afrakstur áralangrar viðleitni til að rækta það sem sáð var og njóta uppskerunnar. Eða til hvers er sáð ef fólk vill ekki líta við uppskerunni, ævikvöldinu, haustinu og ástinni sem það hefur ræktað með sér? Ef það vill ekki njóta birtunnar af sólargeisla sumarsins, sem ekki hverfur þótt haustið komi. Þannig er árstíð haustsins, jafngild árstíðum lífsins, sem stíga og hníga, koma og fara. Sól rís, sól sest. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellert B. Schram Skoðanir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason Skoðun
Ég neita því ekki að stundum sækir á mig depurð og söknuður þegar haustið kemur. Það slokknar pínulítið á manni, sólin lækkar á lofti, laufblöðin falla og langur kaldur veturinn er framundan. Það er farið þetta sumar og kemur aldrei aftur. Við erum öll orðin einu sumrinu eldri. Og ævin einu sumrinu styttri. En þegar að er gáð er sumarið ekkert mikilvægara eða merkilegra heldur en árið allt um kring og hinar árstíðirnar. Haustið hefur líka sinn sjarma og haustið er eins og lífið í allri sinni hnotskurn: merki breytingarinnar, áframhaldsins, aðdragandi vetrarins með sínum ævintýrum og rómantík. Eða hvað er yndislegra en myrkrið í loftinu, kertaljósið í glugganum, gnauðið og snjóflygsurnar úti fyrir og kyrrðin í kringum þig. Haustið nálgast eins og ævikvöldið, sem ber kyrrðina í sér. Kyrrðin er nefnilega líka eftirsóttur tími í lífi manns. Þá fjarar út löngunin í æðibunuganginn, leitin að hinni ímynduðu hamingju, eltingarleikurinn eftir hillingunum, allt hverfur þetta og víkur í burt með árunum og haust lífsins færir manni annarskonar og kannske þessa einu sönnu lífsfyllingu, að eldast í sátt við sjálfan sig. Það er sömuleiðis óumbreytanlegur þáttur í lífi okkar og þá er gott að eldast, ef maður metur og skilur þau verðmæti, sem í því felast. Spakur maður sagði einu sinni, að það væri synd að eyða æskuþróttinum í unga fólkið. Það kynni ekki að fara með hann. Í þessu samhengi langar mig að segja ykkur frá því þegar ég brá mér inn á bensínstöð í vikunni, var að kaupa mér pylsu, ef ég man rétt, og þarna stendur glaðlegur maður á mínum aldri og heilsar kumpánlega og það rifjast upp fyrir mér að þarna var kominn jafnaldri minn frá því í gaggó í den tid, kvennaflagari og djammari á þeim sokkabandsárum og mikið var hann breyttur og mikið fannst mér hann vera eldri en ég. En þarna stóð hann í biðröðinni og brosti til mín og við hliðina á honum stóð kona og brosti líka til mín. Og þá mundi ég það sem ég átti auðvitað að muna að þetta var kona mannsins, sem líka var skólasystir mín og þau höfðu skotið sig saman, strax í gaggó og hún var skvísa á þeim árum, þótt hún bæri það ekki með sér lengur, miðaldra konan, svo ég sé kurteis í lýsingarhættinum. En þarna stóðu þau glaðleg og kímin og ég sá strax að hér fóru hjónakorn sem ennþá voru eins og nýslegið kærustupar og þau höfðu haldið þetta út í gegnum áratugina og enda þótt sexapíllinn væri ekki lengur sjáanlegur og haustblöðin hefðu fallið í þessu hjónabandi, ríkti ást og umhyggja í garð hvors annars og þau "jú á leið í sumarbústaðinn", til að eiga þar rómantíska helgi og njóta einverunnar saman. Hamingjan og kærleikurinn. Vináttan og umhyggjan. Hún skein úr andliti þessara tveggja einstaklinga, þessara hjóna, þessara gömlu jafnaldra minna, sem höfðu á sínum tíma horfið út í mannhafið og höfðu verið þarna einhversstaðar, allan þennan tíma, þangað til ég hitti þau aftur á þessari bensínstöð! Það var komið haust í lífi þeirra, æskuþokkinn var horfinn, hárið hafði gránað, göngulagið breyst og þau voru bæði eins og veðurbarðir bautasteinar, sem höfðu gleymst og týnst. En mikið var gaman að sjá þau, svona ljóslifandi tákngervinga þeirrar kynslóðar, sem hafði gengið í gegnum árstíðir lífsins, sumar, vetur, vor og haust og nutu nú haustsins út í æsar, skildu og virtu þau óhjákvæmilegu örlög að tíminn leið og allt hefur sinn tilgang og tilverustað. Hvað segir ekki Steinn Steinarr í kvæðinu: "Og þú ert eins og geisli frá sumarsólinni, sem ekki hverfur, þó haustið komi." Haustið er uppskera sumarsins. Það ber með sér sólargeislana frá sumrinu inn í veturinn. Haustið í lífi þessara gömlu skólasystkina minna var uppskera heitra ásta og ævarandi kynna, já haustið, sem var komið í lífi þeirra, var afrakstur áralangrar viðleitni til að rækta það sem sáð var og njóta uppskerunnar. Eða til hvers er sáð ef fólk vill ekki líta við uppskerunni, ævikvöldinu, haustinu og ástinni sem það hefur ræktað með sér? Ef það vill ekki njóta birtunnar af sólargeisla sumarsins, sem ekki hverfur þótt haustið komi. Þannig er árstíð haustsins, jafngild árstíðum lífsins, sem stíga og hníga, koma og fara. Sól rís, sól sest.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun