Innlent

Nýr lögmaður ver Aquanetworld

Aquanetworld er með skrifstofur við Suðurlandsbraut 4. Hér má sjá Krystyna Peratikos, tengdamóður Lesley, sem starfar í móttöku fyrirtækisins.
Aquanetworld er með skrifstofur við Suðurlandsbraut 4. Hér má sjá Krystyna Peratikos, tengdamóður Lesley, sem starfar í móttöku fyrirtækisins.

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hdl., lögmaður Aqua­networld og Mark Ashley Wells, hefur sagt sig frá skuldamáli sem Lesley Ágústsson hefur höfðað vegna fjársvika sem hún telur sig hafa orðið fyrir.

Þormóður Skorri Steingrímsson hdl. hefur tekið við málinu og fer aðalmeðferð fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Erfitt reyndist að fá samband við Mark Wells, stofnanda fyrirtækisins, þegar Fréttablaðið heimsótti skrifstofu Aquanetworld við Suðurlandsbraut 4 nýlega og varð að bóka viðtalstíma í næstu viku.

Stefanía Arna Marinósdóttir, einn af eigendum Aquanetworld, sagði þó að fyrirtækið væri að markaðssetja nýtt afsláttarkort hér á landi. Þegar viðskiptavinir framvísuðu kortinu væri því rennt gegnum posa og punktum safnað.

„Fyrirtækið hefur verið í undir­búningi í þrjú ár en nú er markaðs­setning hafin, kortin komin í gang og posar komnir inn í fyrirtæki. Við erum með næstum áttatíu fyrir­tæki,“ segir Stefanía Arna.

Lesley Ágústsson fékk gjafsókn til að reka málið fyrir Héraðsdómi. Hún segist hafa tapað stórum fjárhæðum á Aqua­networld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×