Innlent

Upplýsir um ástand hverfa

Lögreglan í Hafnarfirði ætlar að kynna foreldrum ástand mála í þeirra hverfi í bænum í vetur með því að senda reglulega tölvubréf. Þetta verður gert í gegnum skólana og verður til dæmis farið yfir hópamyndanir unglinga og eignaspjöll í bréfunum ef slíkt er fyrir hendi í viðkomandi hverfi.

Um tilraunaverkefni er að ræða og er markmiðið að koma í veg fyrir að börn og unglingar leiðist af réttri braut. Foreldrar eru hvattir til að senda lögreglunni athugasemdir, tillögur eða ábendingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×