Innlent

Úr apaflösu í fræðaklaustur

„Af mér er það helst að frétta að ég bý á bak við míkrófón þessi misserin, er að gera viðtalsrannsókn á íslenskum skjalasöfnum og svo tók ég líka viðtöl við fullt af listamönnum og listasafnsfólki í sumar, en þau birtust í Póstpostillu sem kom út í tengslum við sýninguna Pakkhús postulanna í Listasafni Reykjavíkur,” segir Oddný Eir Sturludóttir.

Oddný segist að auki vera í teymi með bróðir sínum Ugga og pabba, Ævari Kjartanssyni, við að taka upp viðtöl við fólk í Stykkishólmi um veðrið. „Það er verkefni fyrir Roni Horn en núna þegar nunnurnar fara bráðum úr Hólminum koma listamennirnir siglandi,“ segir Oddný og bætir við að myndlistin sé eins og veðrið í lífi sínu og allt um kring.

„Við Uggi erum líka að vinna með öðru góðu myndlistarfólki, meðal annars með mömmu okkar, að útgáfu á listverkaöskju Apaflösu í kjölfarið á röð sýninga sem við skipulögðum í New York. En svo ætla ég að fara til Parísar í vetur í eitthvert fræða- og nunnuklaustur, enda er kærasti minn við störf í Kongó í Afríku.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×