Samfylking ætlar að lækka matvöruverð 24. september 2006 07:30 Í tilkynningu frá Samfylkingunni segir að matarverð á Íslandi sé með því hæsta í heiminum og um helmingi hærra en hjá nágrannaþjóðum. Hátt verð á matvælum á Íslandi sé hins vegar heimatilbúinn vandi sem vel sé hægt að bregðast við. Þingmenn Samfylkingarinnar ætla að leggja fram tillögur á Alþingi sem þeir telja að geti lækkað matarreikning heimilanna um tvö hundruð þúsund krónur á ári. Til að ná því fram vill flokkurinn meðal annars fella niður vörugjald af matvælum og lækka virðisaukaskatt af matvælum um helming. Einnig er lagt til að innflutningstollar af matvælum verði lagðir niður í áföngum. 1. júlí næstkomandi verði helmingur þeirra afnuminn og ári síðar verði allir tollar endanlega fallnir niður. Í tilkynningu frá flokknum segir að Samfylkingin hafi ein flokka barist fyrir lækkun matvælaverðs á undanförnum árum, ríkisstjórnarflokkarnir hafi staðið gegn slíkum tillögum á Alþingi. Matvælakostnaður heimilanna nemi að meðaltali um 750 þúsund krónum á ári og því myndu tillögurnar lækka matarreikninginn um rúman fjórðung. Þá segir að matarverð á Íslandi sé með því hæsta í heiminum og um fimmtíu prósentum hærra en hjá nágrannaþjóðunum. Hátt verð á matvælum á Íslandi sé hins vegar heimatilbúinn vandi sem vel sé hægt að bregðast við. Lagt er til að fyrirkomulagi á stuðningi við bændur verði breytt; teknar verði upp tímabundnar beinar greiðslur og umhverfisstyrkir. Þetta fyrirkomulag verði útfært í samvinnu við bændur. Jafnframt muni Samfylkingin leggja fram frumvarp þar sem afnuminn sé réttur landbúnaðarráðuneytis til að hafna breytingum á tollskrám sem varða breytingar á innflutningsvernd búvara. „Við leggjum til að létta bændum aðlögunina og þá verði tekinn upp tímabundinn stuðningur við bændur sem verði mótaður í samráði við samtök þeirra. Þar eru ýmsar leiðir sem koma til greina,“ segir Össur Skarphéðinsson, þingflokksformaður Samfylkingar. „Til dæmis er orðið löngu tímabært að taka upp svokallaða græna styrki og einnig er hægt að styðja við atvinnuuppbyggingu í sveitum þar sem kynnu að skapast einhverjir tímabundnir erfiðleikar.“ Innlent Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Útför páfans á laugardag Erlent Fleiri fréttir Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Sjá meira
Þingmenn Samfylkingarinnar ætla að leggja fram tillögur á Alþingi sem þeir telja að geti lækkað matarreikning heimilanna um tvö hundruð þúsund krónur á ári. Til að ná því fram vill flokkurinn meðal annars fella niður vörugjald af matvælum og lækka virðisaukaskatt af matvælum um helming. Einnig er lagt til að innflutningstollar af matvælum verði lagðir niður í áföngum. 1. júlí næstkomandi verði helmingur þeirra afnuminn og ári síðar verði allir tollar endanlega fallnir niður. Í tilkynningu frá flokknum segir að Samfylkingin hafi ein flokka barist fyrir lækkun matvælaverðs á undanförnum árum, ríkisstjórnarflokkarnir hafi staðið gegn slíkum tillögum á Alþingi. Matvælakostnaður heimilanna nemi að meðaltali um 750 þúsund krónum á ári og því myndu tillögurnar lækka matarreikninginn um rúman fjórðung. Þá segir að matarverð á Íslandi sé með því hæsta í heiminum og um fimmtíu prósentum hærra en hjá nágrannaþjóðunum. Hátt verð á matvælum á Íslandi sé hins vegar heimatilbúinn vandi sem vel sé hægt að bregðast við. Lagt er til að fyrirkomulagi á stuðningi við bændur verði breytt; teknar verði upp tímabundnar beinar greiðslur og umhverfisstyrkir. Þetta fyrirkomulag verði útfært í samvinnu við bændur. Jafnframt muni Samfylkingin leggja fram frumvarp þar sem afnuminn sé réttur landbúnaðarráðuneytis til að hafna breytingum á tollskrám sem varða breytingar á innflutningsvernd búvara. „Við leggjum til að létta bændum aðlögunina og þá verði tekinn upp tímabundinn stuðningur við bændur sem verði mótaður í samráði við samtök þeirra. Þar eru ýmsar leiðir sem koma til greina,“ segir Össur Skarphéðinsson, þingflokksformaður Samfylkingar. „Til dæmis er orðið löngu tímabært að taka upp svokallaða græna styrki og einnig er hægt að styðja við atvinnuuppbyggingu í sveitum þar sem kynnu að skapast einhverjir tímabundnir erfiðleikar.“
Innlent Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Útför páfans á laugardag Erlent Fleiri fréttir Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent