Samfylking ætlar að lækka matvöruverð 24. september 2006 07:30 Í tilkynningu frá Samfylkingunni segir að matarverð á Íslandi sé með því hæsta í heiminum og um helmingi hærra en hjá nágrannaþjóðum. Hátt verð á matvælum á Íslandi sé hins vegar heimatilbúinn vandi sem vel sé hægt að bregðast við. Þingmenn Samfylkingarinnar ætla að leggja fram tillögur á Alþingi sem þeir telja að geti lækkað matarreikning heimilanna um tvö hundruð þúsund krónur á ári. Til að ná því fram vill flokkurinn meðal annars fella niður vörugjald af matvælum og lækka virðisaukaskatt af matvælum um helming. Einnig er lagt til að innflutningstollar af matvælum verði lagðir niður í áföngum. 1. júlí næstkomandi verði helmingur þeirra afnuminn og ári síðar verði allir tollar endanlega fallnir niður. Í tilkynningu frá flokknum segir að Samfylkingin hafi ein flokka barist fyrir lækkun matvælaverðs á undanförnum árum, ríkisstjórnarflokkarnir hafi staðið gegn slíkum tillögum á Alþingi. Matvælakostnaður heimilanna nemi að meðaltali um 750 þúsund krónum á ári og því myndu tillögurnar lækka matarreikninginn um rúman fjórðung. Þá segir að matarverð á Íslandi sé með því hæsta í heiminum og um fimmtíu prósentum hærra en hjá nágrannaþjóðunum. Hátt verð á matvælum á Íslandi sé hins vegar heimatilbúinn vandi sem vel sé hægt að bregðast við. Lagt er til að fyrirkomulagi á stuðningi við bændur verði breytt; teknar verði upp tímabundnar beinar greiðslur og umhverfisstyrkir. Þetta fyrirkomulag verði útfært í samvinnu við bændur. Jafnframt muni Samfylkingin leggja fram frumvarp þar sem afnuminn sé réttur landbúnaðarráðuneytis til að hafna breytingum á tollskrám sem varða breytingar á innflutningsvernd búvara. „Við leggjum til að létta bændum aðlögunina og þá verði tekinn upp tímabundinn stuðningur við bændur sem verði mótaður í samráði við samtök þeirra. Þar eru ýmsar leiðir sem koma til greina,“ segir Össur Skarphéðinsson, þingflokksformaður Samfylkingar. „Til dæmis er orðið löngu tímabært að taka upp svokallaða græna styrki og einnig er hægt að styðja við atvinnuuppbyggingu í sveitum þar sem kynnu að skapast einhverjir tímabundnir erfiðleikar.“ Innlent Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Þingmenn Samfylkingarinnar ætla að leggja fram tillögur á Alþingi sem þeir telja að geti lækkað matarreikning heimilanna um tvö hundruð þúsund krónur á ári. Til að ná því fram vill flokkurinn meðal annars fella niður vörugjald af matvælum og lækka virðisaukaskatt af matvælum um helming. Einnig er lagt til að innflutningstollar af matvælum verði lagðir niður í áföngum. 1. júlí næstkomandi verði helmingur þeirra afnuminn og ári síðar verði allir tollar endanlega fallnir niður. Í tilkynningu frá flokknum segir að Samfylkingin hafi ein flokka barist fyrir lækkun matvælaverðs á undanförnum árum, ríkisstjórnarflokkarnir hafi staðið gegn slíkum tillögum á Alþingi. Matvælakostnaður heimilanna nemi að meðaltali um 750 þúsund krónum á ári og því myndu tillögurnar lækka matarreikninginn um rúman fjórðung. Þá segir að matarverð á Íslandi sé með því hæsta í heiminum og um fimmtíu prósentum hærra en hjá nágrannaþjóðunum. Hátt verð á matvælum á Íslandi sé hins vegar heimatilbúinn vandi sem vel sé hægt að bregðast við. Lagt er til að fyrirkomulagi á stuðningi við bændur verði breytt; teknar verði upp tímabundnar beinar greiðslur og umhverfisstyrkir. Þetta fyrirkomulag verði útfært í samvinnu við bændur. Jafnframt muni Samfylkingin leggja fram frumvarp þar sem afnuminn sé réttur landbúnaðarráðuneytis til að hafna breytingum á tollskrám sem varða breytingar á innflutningsvernd búvara. „Við leggjum til að létta bændum aðlögunina og þá verði tekinn upp tímabundinn stuðningur við bændur sem verði mótaður í samráði við samtök þeirra. Þar eru ýmsar leiðir sem koma til greina,“ segir Össur Skarphéðinsson, þingflokksformaður Samfylkingar. „Til dæmis er orðið löngu tímabært að taka upp svokallaða græna styrki og einnig er hægt að styðja við atvinnuuppbyggingu í sveitum þar sem kynnu að skapast einhverjir tímabundnir erfiðleikar.“
Innlent Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels