Innlent

Fer undir vatn síðar í vikunni

Brúin yfir jökulsá á Dal. Einungis burðarverkið stendur nú eftir.
Brúin yfir jökulsá á Dal. Einungis burðarverkið stendur nú eftir.

Brúnni yfir Jökulsá á Dal var lokað í gær. Handrið og brúardekk voru fjarlægð en burðarverkið var látið standa. Það mun fara í kaf er byrjað verður að safna vatni í uppistöðulón Kárahnjúkavirkjunar síðar í vikunni.

Brúin, sem er skammt fyrir ofan Kárahnjúkastíflu, var byggð við upphaf framkvæmda við Kárahnjúkavirkjun. Hún hefur verið opin almennri umferð en nú þurfa ferðamenn að bíða þess að vegurinn yfir stífluna sjálfa verði opnaður til að komast yfir ána, en það verður ekki fyrr en næsta sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×