Íslendingum gefin tæki til njósna allt kalda stríðið 23. september 2006 07:45 Myndavélar með sérstökum linsum, hlustunartæki af ýmsum stærðum og gerðum og nætursjónaukar voru meðal þess sem yfirvöldum barst að gjöf frá bandamönnum Íslands á tímum kalda stríðsins. Fyrsta tækjagjöfin kom frá bandarísku alríkislögreglunni árið 1950 og bárust slíkar gjafir allt til loka kalda stríðsins. Þetta er meðal þess sem kemur fram í grein Þórs Whitehead sagnfræðiprófessors í tímaritinu Þjóðmálum. Í greininni fjallar Þór um aðgerðir yfirvalda til að stemma stigu við þeim ógnum sem þau töldu sig standa frammi fyrir lungann úr síðustu öld. Árið 1939 var útlendingaeftirliti lögreglunnar í Reykjavík falið að sinna sérstakri eftirgrennslan, eins og það er orðað. Tæpum áratug síðar var Árni Sigurjónsson ráðinn til lögreglunnar til að sinna öryggismálum og gagnnjósnum og stóð Bjarni Benediktsson dómsmálaráðherra á bak við ráðninguna. Tveimur árum síðar, þegar Bjarni var jafnframt utanríkisráðherra, féll hann frá fyrri hugmyndum um að stofna vopnað öryggis- eða varðlið en taldi brýnt að efla það starf sem Árni hafði sinnt. Var sett á stofn „strangleynileg“ öryggisþjónustudeild innan lögreglunnar og starfaði hún í nánum tengslum við dómsmálaráðuneytið. Í greininni er birt efni minnisblaðs Árna frá 1950, sem Þór telur líklegt að hafi verið ætlað lögreglustjóra og dómsmálaráðherra. Í því segir að vinna beri að öflun „upplýsinga um grunsamlega menn og hjá fyrirtækjum ríkis og bæjar, öðrum fyrirtækjum þjóðfélagslega mikilvægum svo og fyrirtækjum, sem nota má til framdráttar flokksstarfsemi kommúnista í landinu eða sem tengilið við erlenda skoðanabræður þeirra.“ Höfuðstöðvar lögreglunnar í Reykjavík voru fluttar í nýbyggingu við Hverfisgötu árið 1973 og fékk öryggisþjónustan herbergi á þriðju hæð. Fimm höfðu lyklavöld að herberginu en í því voru gögn deildarinnar varðveitt auk þess sem þar var hlerunarbúnaður. Lögreglan hafði komið sér upp skjalasafni um kommúnista en 1976 taldi Sigurjón Sigurðsson lögreglustjóri rétt að farga mestum hluta þess. Voru gögnin brennd við sumarbústað í nágrenni Reykjavíkur. Innlent Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar Sjá meira
Myndavélar með sérstökum linsum, hlustunartæki af ýmsum stærðum og gerðum og nætursjónaukar voru meðal þess sem yfirvöldum barst að gjöf frá bandamönnum Íslands á tímum kalda stríðsins. Fyrsta tækjagjöfin kom frá bandarísku alríkislögreglunni árið 1950 og bárust slíkar gjafir allt til loka kalda stríðsins. Þetta er meðal þess sem kemur fram í grein Þórs Whitehead sagnfræðiprófessors í tímaritinu Þjóðmálum. Í greininni fjallar Þór um aðgerðir yfirvalda til að stemma stigu við þeim ógnum sem þau töldu sig standa frammi fyrir lungann úr síðustu öld. Árið 1939 var útlendingaeftirliti lögreglunnar í Reykjavík falið að sinna sérstakri eftirgrennslan, eins og það er orðað. Tæpum áratug síðar var Árni Sigurjónsson ráðinn til lögreglunnar til að sinna öryggismálum og gagnnjósnum og stóð Bjarni Benediktsson dómsmálaráðherra á bak við ráðninguna. Tveimur árum síðar, þegar Bjarni var jafnframt utanríkisráðherra, féll hann frá fyrri hugmyndum um að stofna vopnað öryggis- eða varðlið en taldi brýnt að efla það starf sem Árni hafði sinnt. Var sett á stofn „strangleynileg“ öryggisþjónustudeild innan lögreglunnar og starfaði hún í nánum tengslum við dómsmálaráðuneytið. Í greininni er birt efni minnisblaðs Árna frá 1950, sem Þór telur líklegt að hafi verið ætlað lögreglustjóra og dómsmálaráðherra. Í því segir að vinna beri að öflun „upplýsinga um grunsamlega menn og hjá fyrirtækjum ríkis og bæjar, öðrum fyrirtækjum þjóðfélagslega mikilvægum svo og fyrirtækjum, sem nota má til framdráttar flokksstarfsemi kommúnista í landinu eða sem tengilið við erlenda skoðanabræður þeirra.“ Höfuðstöðvar lögreglunnar í Reykjavík voru fluttar í nýbyggingu við Hverfisgötu árið 1973 og fékk öryggisþjónustan herbergi á þriðju hæð. Fimm höfðu lyklavöld að herberginu en í því voru gögn deildarinnar varðveitt auk þess sem þar var hlerunarbúnaður. Lögreglan hafði komið sér upp skjalasafni um kommúnista en 1976 taldi Sigurjón Sigurðsson lögreglustjóri rétt að farga mestum hluta þess. Voru gögnin brennd við sumarbústað í nágrenni Reykjavíkur.
Innlent Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar Sjá meira