Innlent

Vil ekki frekari afslátt á mannréttindum en orðið er

Atli Gíslason hrl. 
Menn ofmeta þörfina á svonefndri öryggisþjónustu.
Atli Gíslason hrl. Menn ofmeta þörfina á svonefndri öryggisþjónustu. Mynd/Vilhelm

Ég vil ekki gefa frekari afslátt á einkalífs- og mannréttindum en þegar er orðið, segir Atli Gíslason hæstaréttarlögmaður spurður álits á auknum heimildum lögreglu til rannsókna í málum er varða þjóðaröryggi.

Atli kveðst ekki vilja láta hryðjuverkamenn stjórna sínu lífi né annarra með því að taka mannréttindi af fólki. Gerist það megi líta svo á að hryðjuverkamenn hafi í rauninni farið með sigur af hólmi.

Spurður álits á hugmyndum um sérstaka öryggis- og greiningardeild er hefði rýmri heimildir en lögregla hefur nú um öflun upplýsinga segir Atli víðs fjarri að þörf sé á slíkri deild. Þeim fjármunum sem ætlaðir séu til þess starfs sé betur farið til aðstoðar börnum sem eigi við lesblindu, ofvirkni og athyglisbrest að stríða, þannig að ekki sé hætta á að þau lendi í klóm fíkniefna eða annars vanda þegar þau eru 15 - 16 ára.

Staðan á Íslandi er sú, að menn ofmeta þörfina á svonefndri öryggisþjónustu, bætir Atli við. Þetta mál sem Fréttablaðið greindi frá í gær kemur upp vegna ábendingar. Þar þurfti enga greiningardeild til. Almenningur bregst þarna við. Hann er virkastur til eftirlits.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×