Innlent

Ætlar að spila með öðru liðinu

Kominn í annað liðið Ég er til í allt, segir Ómar Ragnarsson sjónvarpsfréttamaður
Kominn í annað liðið Ég er til í allt, segir Ómar Ragnarsson sjónvarpsfréttamaður MYND/GVA

Umhverfismál Ómar Ragnarsson sjónvarpsfréttamaður er hættur að fjalla um umhverfismál í Sjónvarpinu og ætlar að beita sér í umhverfismálum þjóðarinnar. Hann segir það hafa verið draum sinn frá tíu ára aldri að beita sér í þjóðmálaumræðu.

Ómar útilokar ekki framboð en telur nýtt umhverfisafl vanta. Ég er til í allt, segir hann. Ég hef leyst hendur mínar frá bakinu og ætla niður á völlinn til þess að spila með öðru liðinu.

Í áratugi hefur Ómar reynt að miðla upplýsingum um umhverfismál af fagmennsku og óhlutdrægni en segir þá viðleitni sína hafa af mörgum verið túlkaða sem barátta gegn þeirri stefnu sem fylgt hefur verið. Hann mun fjalla um önnur mál en umhverfismál og vinna efni sem hann á.

Í blaði sem Ómar gefur út og dreifir til þjóðarinnar um helgina leggur hann til að Kárahnjúkavirkjun verði geymd ógangsett og tekjur þannig fengnar. Með því að sökkva ekki dalnum myndi suðurveggur Kárahnjúkastíflu sem ber af norðurhliðinni að glæsileik, blasa við ferðafólki í stað þess að verða hulinn vatni, segir Ómar. Hægt yrði að fara um undirgöng og rangala stíflunnar og í járnbraut inn í opin aðrennslisgöngin. -




Fleiri fréttir

Sjá meira


×