Innlent

Rjúpnaveiði leyfð í 26 daga

á vappi Rjúpnaveiði verður takmörkuð við 45 þúsund fugla. Það er 25 þúsund fuglum minna en veiddist í fyrra.
á vappi Rjúpnaveiði verður takmörkuð við 45 þúsund fugla. Það er 25 þúsund fuglum minna en veiddist í fyrra. MYND/E.ól

Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra kynnti fyrirkomulag rjúpnaveiða haustið 2006 í gær. Reynt verður að takmarka rjúpnaveiði við 45 þúsund fugla á komandi veiðitímabili. Rjúpnaveiðitímabilið verður 26 dagar í ár miðað við 42 daga á síðasta ári en þó er veitt frá 15. október til nóvemberloka líkt og í fyrra. Fækkun daga felst í þeirri breytingu að rjúpnaveiðar verða óheimilar þrjá fyrstu virka daga hverrar viku sem veiðitímabilið stendur.

Tillögurnar í ár eru um margt líkar og í fyrra. Áframhaldandi sölubann er á rjúpu og rjúpnaafurðum og áfram eru veiðimenn hvattir til að stunda hófsamar og ábyrgar veiðar. Mælt er með því að hver veiðimaður takmarki veiðar sínar við níu rjúpur. Stefnt er að því að stunda virkt eftirlit með veiðunum og verður lögreglueftirlit í samvinnu umhverfis- og dómsmálaráðuneytis. Stefnt er að eftirliti úr lofti en Skotveiðifélag Íslands hefur bent á að það sé eina leiðin til að uppræta magnveiði einstakra veiðimanna.

Aðal markmið tillagnanna er sem fyrr að nýting rjúpnastofnsins sé sjálfbær og eru vonir til að með þessum aðgerðum stækki rjúpnastofninn. Jónína er þeirrar skoðunar að endurskoðun veiða sé nauðsynleg á hverju hausti. Því séu rannsóknir og ráðgjöf Náttúrufræðistofnunar og Umhverfisstofnunar mjög mikilvægar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×