Innlent

Dísilolía dýrari en bensínið

Dýr dropi Dísilolía er dýrari en bensín í fyrsta skipti á Íslandi.
Dýr dropi Dísilolía er dýrari en bensín í fyrsta skipti á Íslandi.

Í fyrsta skipti í sögunni er dísilolía dýrari en bensín á Íslandi. Lítri af dísilolíu með olíugjaldi var að meðaltali 30 aurum dýrari en bensínlítrinn í gær.

Tekið var upp olíugjald í stað þungaskattskerfis fyrir fjölskyldubíla hér á landi l. júlí 2005 og virtist það hafa breytt viðhorfi Íslendinga til dísilknúinna heimilisbíla. Í könnun sem Félag íslenskra bifreiðaeigenda gerði í nóvember síðastliðnum kváðust 43,3 prósent ætla að fá sér dísilbíl næst þegar skipt væri um bíl. Það var túlkað þannig að dísilbílar höfðuðu betur til fólks eftir að olíugjaldið var tekið upp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×