Innlent

Höfðar mál á hendur ríkinu

Hilmar Örn Hilmarsson Segir málssóknina hafa verið lengi í undirbúningi.
fréttablaðið/stefán
Hilmar Örn Hilmarsson Segir málssóknina hafa verið lengi í undirbúningi. fréttablaðið/stefán
 Ásatrúarfélagið hefur ákveðið að höfða mál á hendur íslenska ríkinu fyrir að mismuna trúfélögum. Hilmar Örn Hilmarsson, tónskáld og allsherjargoði Ásatrúarmanna á Íslandi, segir málssóknina hafa verið lengi í undirbúningi. "Við teljum að það hafi verið stjórnarskrárbundið misrétti milli trúfélaga hér á landi um áratugaskeið. Okkur hefur lengi þótt þetta misrétti óréttlátt og eftir langan undirbúning þá ákváðum við að láta reyna á hvort þetta standist lög í raun og veru."

Byggir meint misrétti á því að Þjóðkirkjan fái meiri styrk frá ríkinu en önnur trúfélög.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×